Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2025 15:17 Lamine Yamal var að vonum vonsvikinn eftir tap Barcelona fyrir Inter í gær. getty/Jose Breton Sérfræðingar Meistaradeildarmarkanna hrósuðu Lamine Yamal í hástert fyrir frammistöðu hans í einvígi Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33
„Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27
„Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15
Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38