Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 09:02 Shane Richardson lést í slysinu. Hann skilur eftir sig tvær ungar dætur. Instagram Banaslys varð í mótorhjólakeppni á Bretlandi í fyrradag. Ellefu mótorhjól lentu saman með þeim afleiðingum að tveir létust og einn hálsbrotnaði. „Það var ekkert hægt að gera,“ segir einn þeirra sem lenti í slysinu. Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“ Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“
Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira