AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 09:42 Yfirlýsing sendinefndar AGS verður birt á vef Seðlabankans að kynningarfundi loknum. Vísir/Vilhelm Búast má við að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar ESB bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, eftir úttekt nefndarinnar hér á landi sem framkvæmd var í apríl og byrjun maí. Kynningarfundur um yfirlýsinguna með fulltrúum nefndarinnar hófst í Safnahúsinu klukkan 9:30. Áskorun að ná verðbólgumarkmiði Í inngangi yfirlýsingarinnar segir að árangur við aukið aðhald í stjórn efnahagsmála á Íslandi hefur hægt á umsvifum í efnahagslífinu og dregið úr ójafnvægi sem skapaðist á tímum heimsfaraldurs covid-19. Helsta áskorun íslensks efnahagslífs nú er að ná verðbólgumarkmiði og tryggja „mjúka lendingu“ í efnahagslífinu, að auka viðnámsþrótt með því að auka svigrúm ríkisfjármála jafnt og þétt, efla framleiðni og auka fjölbreytni hagkerfisins til að undirbyggja hagvöxt til meðallangs tíma og loks að draga úr næmni Íslands gagnvart áföllum. Hagvöxtur dróst saman um hálft prósent í fyrra sem aðallega er rakið til sértækra þátta á borð við fiskveiðiafla sem var undir væntingum og takmarkanir á orkuframboði. Þetta hafi dregið úr útflutningi og leitt til lítils vaxtar einkaneyslu. Búist er við að hagvöxtur aukist í 1,8% á þessu ári og 2,4% á því næsta. Þá er búist við að hjöðnun verðbólgu gangi fremur hægt vegna hárra verðbólguvæntinga og mikilla launahækkana en minnki svo smám saman í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á seinni helmingi næsta árs. Horfur fyrir hagvöxt til meðallangs tíma eru sagðar góðar og búast megi við að vöxtur virðisaukandi útflutningsgreina muni auka framleiðni og að innflæði vinnuafls muni auka atvinnu að vissu leyti. Athygli vekur einnig að hagvöxtur gæti orðið minni en búist er við nú að mati AGS en líkur á hærri eða lægri verðbólgu eru metnar í jafnvægi. „Verðbólga gæti aukist ef spenna í millríkjaviðskiptum leiðir til truflana í aðfangakeðjum eða ef fjármagnsflótti veikir gengið. Á hin bóginn gæti aukið innflæði fjármagns haft áhrif til styrkingar á gengi krónunnar og veikt samkeppnishæfni Íslands. Innanlands gætu árásir á raunlæga og stafræna innviði raskað greiðslumiðlun í landinu og þar af leiðandi efnahagsumsvifum og fjármálastöðugleika,” segir meðal annars í lauslegri þýðingu Seðlabankans á efni skýrslunnar. Þá er bent á að tíðarfar geti haft áhrif á orkuframboð og skert útflutning. „Hæfilega metnaðarfull“ markmið stjórnvalda Í úttektinni var lagt mat á nokkra þætti, þar á meðal fjármála- og peningastefnu hins opinbera og fjármálageirann á Íslandi og fjallað um kerfisbreytingar sem geti leitt til aukinnar framleiðni og fjölbreytileika hagkerfisins. Markmið stjórnvalda í opinberum fjármálum eru sögð „hæfilega metnaðarfull“ og aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun eru sagðar styðja við markmið ríkisstjórnarinnar í fjármálum hins opinbera. „Sjóðurinn fagnar því að í nýrri fjármálaáætlun séu aðhaldsaðgerðir tilgreindar, þ.e. að ekki sé þar að finna óútfærðar aðhaldsaðgerðir; það eykur trúverðugleika áætlunarinnar til muna,” segir meðal annars um þetta efni. Bent er einnig á að aukin fjárfesting í innviðum, sem ekki komi niður á sjálfbærni ríkisfjármála, myndi efla vaxtarhorfur hagkerfisins. Viðbótarráðstafanir í ríkisfjármálum gætu reynst nauðsynlegar ef áætlanir skili ekki tilætluðum árangri. Hvað lýtur að peningastefnunni segir AGS að stýrivexti beri að lækka eftir því sem verbólga færist nær markmiði. „Núverandi taumhald peningastefnunnar er hæfilega þétt í ljósi enn mikillar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Samkvæmt verðbólguspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins minnkar verðbólga í markmið á seinni helmingi ársins 2026 sem að mati sjóðsins samrýmist 250 punkta lækkun meginvaxta Seðlabankans á næstu 4-5 ársfjórðungum,” segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun Seðlabankans um að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri er sögð vel tímasett og muni efla burði bankans til þess að tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaði á álagstímum. Hvað snýr að íslenskum bankamarkaði segir meðal annars að bankakerfið hér á landi búi áfram yfir viðnámsþrótti og kerfisáhættu sé haldið í skefjum. Staðbundnir veikleikar kalli hins vegar á áframhaldandi árvekni. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að yfirlýsing sendinefndar AGS var birt á vef Seðlabankans. Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Seðlabankinn Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, eftir úttekt nefndarinnar hér á landi sem framkvæmd var í apríl og byrjun maí. Kynningarfundur um yfirlýsinguna með fulltrúum nefndarinnar hófst í Safnahúsinu klukkan 9:30. Áskorun að ná verðbólgumarkmiði Í inngangi yfirlýsingarinnar segir að árangur við aukið aðhald í stjórn efnahagsmála á Íslandi hefur hægt á umsvifum í efnahagslífinu og dregið úr ójafnvægi sem skapaðist á tímum heimsfaraldurs covid-19. Helsta áskorun íslensks efnahagslífs nú er að ná verðbólgumarkmiði og tryggja „mjúka lendingu“ í efnahagslífinu, að auka viðnámsþrótt með því að auka svigrúm ríkisfjármála jafnt og þétt, efla framleiðni og auka fjölbreytni hagkerfisins til að undirbyggja hagvöxt til meðallangs tíma og loks að draga úr næmni Íslands gagnvart áföllum. Hagvöxtur dróst saman um hálft prósent í fyrra sem aðallega er rakið til sértækra þátta á borð við fiskveiðiafla sem var undir væntingum og takmarkanir á orkuframboði. Þetta hafi dregið úr útflutningi og leitt til lítils vaxtar einkaneyslu. Búist er við að hagvöxtur aukist í 1,8% á þessu ári og 2,4% á því næsta. Þá er búist við að hjöðnun verðbólgu gangi fremur hægt vegna hárra verðbólguvæntinga og mikilla launahækkana en minnki svo smám saman í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á seinni helmingi næsta árs. Horfur fyrir hagvöxt til meðallangs tíma eru sagðar góðar og búast megi við að vöxtur virðisaukandi útflutningsgreina muni auka framleiðni og að innflæði vinnuafls muni auka atvinnu að vissu leyti. Athygli vekur einnig að hagvöxtur gæti orðið minni en búist er við nú að mati AGS en líkur á hærri eða lægri verðbólgu eru metnar í jafnvægi. „Verðbólga gæti aukist ef spenna í millríkjaviðskiptum leiðir til truflana í aðfangakeðjum eða ef fjármagnsflótti veikir gengið. Á hin bóginn gæti aukið innflæði fjármagns haft áhrif til styrkingar á gengi krónunnar og veikt samkeppnishæfni Íslands. Innanlands gætu árásir á raunlæga og stafræna innviði raskað greiðslumiðlun í landinu og þar af leiðandi efnahagsumsvifum og fjármálastöðugleika,” segir meðal annars í lauslegri þýðingu Seðlabankans á efni skýrslunnar. Þá er bent á að tíðarfar geti haft áhrif á orkuframboð og skert útflutning. „Hæfilega metnaðarfull“ markmið stjórnvalda Í úttektinni var lagt mat á nokkra þætti, þar á meðal fjármála- og peningastefnu hins opinbera og fjármálageirann á Íslandi og fjallað um kerfisbreytingar sem geti leitt til aukinnar framleiðni og fjölbreytileika hagkerfisins. Markmið stjórnvalda í opinberum fjármálum eru sögð „hæfilega metnaðarfull“ og aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun eru sagðar styðja við markmið ríkisstjórnarinnar í fjármálum hins opinbera. „Sjóðurinn fagnar því að í nýrri fjármálaáætlun séu aðhaldsaðgerðir tilgreindar, þ.e. að ekki sé þar að finna óútfærðar aðhaldsaðgerðir; það eykur trúverðugleika áætlunarinnar til muna,” segir meðal annars um þetta efni. Bent er einnig á að aukin fjárfesting í innviðum, sem ekki komi niður á sjálfbærni ríkisfjármála, myndi efla vaxtarhorfur hagkerfisins. Viðbótarráðstafanir í ríkisfjármálum gætu reynst nauðsynlegar ef áætlanir skili ekki tilætluðum árangri. Hvað lýtur að peningastefnunni segir AGS að stýrivexti beri að lækka eftir því sem verbólga færist nær markmiði. „Núverandi taumhald peningastefnunnar er hæfilega þétt í ljósi enn mikillar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Samkvæmt verðbólguspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins minnkar verðbólga í markmið á seinni helmingi ársins 2026 sem að mati sjóðsins samrýmist 250 punkta lækkun meginvaxta Seðlabankans á næstu 4-5 ársfjórðungum,” segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun Seðlabankans um að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri er sögð vel tímasett og muni efla burði bankans til þess að tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaði á álagstímum. Hvað snýr að íslenskum bankamarkaði segir meðal annars að bankakerfið hér á landi búi áfram yfir viðnámsþrótti og kerfisáhættu sé haldið í skefjum. Staðbundnir veikleikar kalli hins vegar á áframhaldandi árvekni. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að yfirlýsing sendinefndar AGS var birt á vef Seðlabankans.
Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Seðlabankinn Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent