Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 21:58 Ný stjórn Ungra umhverfissinna. Ungir Umhverfissinnar Ungir umhverfissinnar kusu nýja stjórn á aðalfundi félagsins sem fór fram í Bragganum 3. maí síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum. Ný stjórn er eftirfarandi: Forseti: Laura Sólveig Lefort Scheefer Varaforseti: Snorri Hallgrímsson Gjaldkeri: Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir Fræðslufulltrúi: Julien Nayet-Pelletier Hringrásafulltrúi:Antonia Hamann Loftslagsfulltrúi: Ida Karólína Harris Náttúruverndarfulltrúi: Jóhanna Malen Skúladóttir Samskiptafulltrúi: Esther Jónsdóttir Um nýjan forseta segir eftirfarandi í tilkynningunni: „Laura Sólveig Lefort Scheefer tekur við embætti forseta af Snorra Hallgrímssyni. Hún gegndi áður stöðu hringrásarfulltrúa Ungra umhverfissinna og hefur víðtæka reynslu af teymisstjórn og félagastarfi, m.a. sem formaður Femínistafélagsins í MH, teymisstjóri hjá AIESEC, stjórnarmaður í AFS á Íslandi og sem forseti hringrásarnefndar UU. Hún hefur lokið háskólagráðu í umhverfisfræði, vinnur sem verkefnastjóri í sjálfbærni hjá fasteignafélaginu Heimar, hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúruverndar og hringrásarhagkerfis og farið fyrir hönd Ungra umhverfissinna einn af fulltrúum Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29.“ Fjölmörg verkefni afstaðin á liðnu ári „Á líðandi starfsári óx félagið áfram og telur nú tæplega 1700 félaga. Sýnileiki okkar og vægi í almennri umræðu var mikið og komum við fram í fjölmiðlum 46 sinnum á starfsárinu - að meðaltali nánast í hverri viku! Einnig voru haldnir 20 viðburðir og unnin rúmlega 50 blaðsíðna umsagnarskrif við alls kyns frumvörp og aðra opinbera texta. Ráðist var í fjölmörg verkefni sem skiluðu miklum árangri og má þar nefna sem dæmi:“ Kraftmikil þátttaka á COP16, ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika Sþ. í Cali, Kólumbíu, í október 2024, og COP29, loftslagsráðstefnu Sþ. í Baku, Aserbaídsjan, í nóvember 2024. COP Reykjavík - hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsaðgerða. Þar var efnt til pallborðsumræðna með fulltrúum allra þingflokka og unnið að tengingu málefna beggja ráðstefna (COP16 og COP29). Verkefnið var eitt fjölda stórglæsilegra verkefna sem hlutu styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Önnur útgáfa af Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar 2024, unnin á rúmum fjórum vikum eftir óvænt þingrof. Verkefninu er ætlað að upplýsa almenning og veita stjórnmálaflokkum aðhald með því að gera kvarða sem metur umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka. Ákall um bann við sjókvíaeldi, unnið í samstarfi við önnur samtök sem vakið hefur mikla athygli. Útgáfa Spírur - ungar raddir í umhverfismálum, þar sem birtar eru 30 sögur úr ritlistakeppni barna á grunnskólaaldri um allt land, Ungir rithöfundar fyrir umhverfið, sem félagið hélt síðastliðið haust. Verkefnið hlaut einnig styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Auk þess má nefna regluleg greina- og umsagnaskrif, fundi með ráðherrum og fjölda erinda og viðburða (sjá ítarlega umfjöllun í ársskýrslu 2024-25 hér). „Við lítum til komandi starfsárs með mikilli tilhlökkun og eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, þ.á.m. þrjú verkefni sem hlutu nýlega styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2025, og fleiri hugmyndir að verkefnum sem ný stjórn mun framkvæma af mikilli ástríðu. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig, stolt af árangri líðandi starfsárs, og nýkjörin stjórn tekur við keflinu með mikilli tilhlökkun. Við munum halda ótrauð áfram okkar baráttu fyrir náttúruvernd, loftslagsaðgerðum og lífvænlegri framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir,“ segir í tilkynningu félagsins. Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum. Ný stjórn er eftirfarandi: Forseti: Laura Sólveig Lefort Scheefer Varaforseti: Snorri Hallgrímsson Gjaldkeri: Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir Fræðslufulltrúi: Julien Nayet-Pelletier Hringrásafulltrúi:Antonia Hamann Loftslagsfulltrúi: Ida Karólína Harris Náttúruverndarfulltrúi: Jóhanna Malen Skúladóttir Samskiptafulltrúi: Esther Jónsdóttir Um nýjan forseta segir eftirfarandi í tilkynningunni: „Laura Sólveig Lefort Scheefer tekur við embætti forseta af Snorra Hallgrímssyni. Hún gegndi áður stöðu hringrásarfulltrúa Ungra umhverfissinna og hefur víðtæka reynslu af teymisstjórn og félagastarfi, m.a. sem formaður Femínistafélagsins í MH, teymisstjóri hjá AIESEC, stjórnarmaður í AFS á Íslandi og sem forseti hringrásarnefndar UU. Hún hefur lokið háskólagráðu í umhverfisfræði, vinnur sem verkefnastjóri í sjálfbærni hjá fasteignafélaginu Heimar, hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúruverndar og hringrásarhagkerfis og farið fyrir hönd Ungra umhverfissinna einn af fulltrúum Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29.“ Fjölmörg verkefni afstaðin á liðnu ári „Á líðandi starfsári óx félagið áfram og telur nú tæplega 1700 félaga. Sýnileiki okkar og vægi í almennri umræðu var mikið og komum við fram í fjölmiðlum 46 sinnum á starfsárinu - að meðaltali nánast í hverri viku! Einnig voru haldnir 20 viðburðir og unnin rúmlega 50 blaðsíðna umsagnarskrif við alls kyns frumvörp og aðra opinbera texta. Ráðist var í fjölmörg verkefni sem skiluðu miklum árangri og má þar nefna sem dæmi:“ Kraftmikil þátttaka á COP16, ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika Sþ. í Cali, Kólumbíu, í október 2024, og COP29, loftslagsráðstefnu Sþ. í Baku, Aserbaídsjan, í nóvember 2024. COP Reykjavík - hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsaðgerða. Þar var efnt til pallborðsumræðna með fulltrúum allra þingflokka og unnið að tengingu málefna beggja ráðstefna (COP16 og COP29). Verkefnið var eitt fjölda stórglæsilegra verkefna sem hlutu styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Önnur útgáfa af Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar 2024, unnin á rúmum fjórum vikum eftir óvænt þingrof. Verkefninu er ætlað að upplýsa almenning og veita stjórnmálaflokkum aðhald með því að gera kvarða sem metur umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka. Ákall um bann við sjókvíaeldi, unnið í samstarfi við önnur samtök sem vakið hefur mikla athygli. Útgáfa Spírur - ungar raddir í umhverfismálum, þar sem birtar eru 30 sögur úr ritlistakeppni barna á grunnskólaaldri um allt land, Ungir rithöfundar fyrir umhverfið, sem félagið hélt síðastliðið haust. Verkefnið hlaut einnig styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Auk þess má nefna regluleg greina- og umsagnaskrif, fundi með ráðherrum og fjölda erinda og viðburða (sjá ítarlega umfjöllun í ársskýrslu 2024-25 hér). „Við lítum til komandi starfsárs með mikilli tilhlökkun og eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, þ.á.m. þrjú verkefni sem hlutu nýlega styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2025, og fleiri hugmyndir að verkefnum sem ný stjórn mun framkvæma af mikilli ástríðu. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig, stolt af árangri líðandi starfsárs, og nýkjörin stjórn tekur við keflinu með mikilli tilhlökkun. Við munum halda ótrauð áfram okkar baráttu fyrir náttúruvernd, loftslagsaðgerðum og lífvænlegri framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir,“ segir í tilkynningu félagsins.
Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira