Þetta er risakvöld í Meistaradeild Evrópu í fótbolta því í kvöld fer fram seinni undanúrslitaleikur Internazionale og Barcelona.
Fyrri leikurinn var frábær skemmtun og endaði með 3-3 jafntefli.
Það verður hitað upp fyrir leikinn og Meistaradeildarmörkin mun síðan gera kvöldið upp eftir leikinn, hvort sem það verður í lok venjulegs leiktíma eða eftir framlengingu eða jafnvel vítakeppni.
Það verður einnig barist um sæti í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld þegar þriðji leikur Ármanns og Hamars fer fram. Staðan í einvíginu er 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Einnig verður sýnt frá MLB deildinni í hafnabolta.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Ármanns og Hamars í umspili um laust sæti í Bónus deild karla í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 21.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið er yfir leik kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Internazionale og Feyenoord í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Vodafone Sport
Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir leik kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.
Klukkan 18.50 hefst útsending frá seinni leik Internazionale og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 22.30 hefst útsending frá leik Boston Red Sox og Texas Rangers í MLB deildinni í hafnabolta