Sport

Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gary Hall Jr. er hér með gullverðlaun á ÓL í Aþenu árið 2004.
Gary Hall Jr. er hér með gullverðlaun á ÓL í Aþenu árið 2004. vísir/getty

Sundgoðsögnin Gary Hall Jr. gat leyft sér að brosa í dag enda fékk hann tíu nýjar medalíur frá Alþjóða ólympíunefndinni.

Það var Thomas Bach, forseti Ólympíunefndarinnar, sem færði Hall medalíurnar í Sviss en þetta er í fyrsta skipti sem íþróttamaður fær ný verðlaun frá nefndinni.

Ástæðan fyrir þessum gjörningi er sú að allar tíu medalíur Hall brunnu í eldunum í Los Angeles í janúar.

„Ég er afar þakklátur. Svona hefur aldrei verið gert áður og það hefur líka enginn tapað tíu medalíum á einu bretti. Ég mun reyna að passa þessar betur,“ sagði Hall léttur.

Hann tók þátt á ÓL 1996, 2000 og 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons á þessum leikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×