Erlent

Á­rásar­maðurinn í Upp­sölum hand­tekinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Af vettvangi í Uppsölum.
Af vettvangi í Uppsölum. Fredrik Sandberg/TT News Agency via AP

Maður sem talinn er hafa skotið þrjá til bana í miðborg Uppsala í Svíþjóð síðasta þriðjudag hefur verið handtekinn. Lögregla segir að grunur sé um að árásin hafi tengst erjum tveggja glæpaklíka í borginni.

Í umfjöllun VG um málið segir að hinn grunaði sé tvítugur að aldri. Hann neitar sök í málinu en þrír létust í árásinni sem gerð var á rakarastofu nærri Vaksala-torgi í Uppsölum. Fórnarlömbin voru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára gömul.

Segir miðillinn að lögreglu gruni að árásin tengist átökum milli glæpaklíka sem kenna sig við vesturhluta og svo austurhluta borgarinnar í Gottsunda úthverfinu. Klíkurnar tvær hafi átt í erjum um langvarandi skeið.

Áður höfðu þrír verið handteknir sem grunaðir eru um að vera viðriðnir málið. Tveir menn á þrítugsaldri og unglingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×