Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. maí 2025 20:20 Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, telur húsnæði eiga að teljast sem mannréttindi frekar en fjárfestingu eða markaðsvöru. Vísir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. „Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
„Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent