Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 21:00 Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur HMS. Vísir/Ívar Tímaspursmál sé hvenær fasteignamarkaðurinn taki við sér en mikið misræmi er á milli framboðs og eftirspurnar að mati hagfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Staðan hafi vissulega verið svartari þó að nýjar íbúðir seljist illa. Greint var frá því í gær í Morgunblaðinu að aðeins 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík hafi selst frá áramótum og að nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum hafi ekki selst á tólf til átján mánuðum. Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þessi þróun hafi verið til skoðunar undanfarið hjá stofnuninni. „Það er ákveðið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar. Fólk vill alls konar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum. Lang flestar af þessu nýju íbúðum eru á mjög þröngu stærðarbili. Þær eru allar í þessari miðstærð. Það vantar sárlega minni íbúðir, íbúðir sem eru minni en 80 fermetrar. Og líka íbúðir sem eru stærri en 130 fermetrar.“ Svo virðist sem markhópurinn fyrir eign í miðstærð sé nú þegar búinn að festa kaup á fasteign. Eftir standa fjölmargar óseldar íbúðir. Minni íbúðir myndu seljast hraðar og mælir HMS með frekari uppbyggingu þeirra. „Kannski er fólk sem hefur takmarkaða kaupgetu, kannski vegna hárra vaxta eða takmarkaðra lánþegaskilyrða, sem gætu sætt sig við minni íbúðir en þær er ekki að finna á markaði.“ Verðbilið muni minnka Jónas segir það tímaspursmál hvenær markaðurinn taki við sér. Mikið verðbil á milli nýrra og eldri íbúða muni minnka sem gæti einnig haft áhrif á leigumarkaðinn. „Staðan hefur verið svartari á fasteignamarkaðnum, vissulega. Það er nóg af íbúðum á sölu og eftirspurnin er jákvæð. Ég myndi ekki segja að hún væri kolsvört. Með því að íbúðir seljast hægt þá mætti búast við því að verðhækkun á þessum íbúðum yrði hægari eða hún myndi kannski staðna. Til langs tíma fylgir fasteignaverð leiguverði.“ Eftir því sem vextir Seðlabankans lækka megi búast við að fleiri komist inn á húsnæðismarkaðinn. „Við teljum ekki vera snjóhengju. Við höldum að það muni frekar malla áfram og halda áfram að vera mikil umsvif á fasteignamarkaðnum.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Greint var frá því í gær í Morgunblaðinu að aðeins 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík hafi selst frá áramótum og að nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum hafi ekki selst á tólf til átján mánuðum. Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þessi þróun hafi verið til skoðunar undanfarið hjá stofnuninni. „Það er ákveðið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar. Fólk vill alls konar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum. Lang flestar af þessu nýju íbúðum eru á mjög þröngu stærðarbili. Þær eru allar í þessari miðstærð. Það vantar sárlega minni íbúðir, íbúðir sem eru minni en 80 fermetrar. Og líka íbúðir sem eru stærri en 130 fermetrar.“ Svo virðist sem markhópurinn fyrir eign í miðstærð sé nú þegar búinn að festa kaup á fasteign. Eftir standa fjölmargar óseldar íbúðir. Minni íbúðir myndu seljast hraðar og mælir HMS með frekari uppbyggingu þeirra. „Kannski er fólk sem hefur takmarkaða kaupgetu, kannski vegna hárra vaxta eða takmarkaðra lánþegaskilyrða, sem gætu sætt sig við minni íbúðir en þær er ekki að finna á markaði.“ Verðbilið muni minnka Jónas segir það tímaspursmál hvenær markaðurinn taki við sér. Mikið verðbil á milli nýrra og eldri íbúða muni minnka sem gæti einnig haft áhrif á leigumarkaðinn. „Staðan hefur verið svartari á fasteignamarkaðnum, vissulega. Það er nóg af íbúðum á sölu og eftirspurnin er jákvæð. Ég myndi ekki segja að hún væri kolsvört. Með því að íbúðir seljast hægt þá mætti búast við því að verðhækkun á þessum íbúðum yrði hægari eða hún myndi kannski staðna. Til langs tíma fylgir fasteignaverð leiguverði.“ Eftir því sem vextir Seðlabankans lækka megi búast við að fleiri komist inn á húsnæðismarkaðinn. „Við teljum ekki vera snjóhengju. Við höldum að það muni frekar malla áfram og halda áfram að vera mikil umsvif á fasteignamarkaðnum.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20