Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 15:17 Frá Grímsvötnum. Mynd úr vatni. vísir/vilhelm Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum. Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira