Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2025 20:04 Stefán Kormákur, sem er 6 ára og tilvonandi sauðfjárbóndi með fallegt lamb. Það skemmtilegasta, sem hann gerir er að stússast í fjárhúsinu með foreldrum sínum þegar sauðburður stendur yfir enda ætlar hann að verða sauðfjárbóndi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er í mörgu að snúast hjá sauðfjárbændum þessa dagana því nú stendur sauðburður yfir í fjárhúsum landsins. Tveir svartir hrútar komu í heiminn þegar fréttamaður heimsótti fjárbú á Rangárvöllum. Bærinn Ártún er á Rangárvöllum mitt á milli Hellu og Hvolsvallar en þar stendur sauðburður, sem hæst yfir og hefur gengið mjög vel til þessa. „Maður lifir fyrir þetta, maður lifir fyrir þennan tíma. Það skemmtilegasta er að sjá lömbin fæðast og komast á legg. Þetta er heilmikil vinna og viðvera en engin erfiðisvinna alltaf, meiri viðvera“, segir Rögnvaldur Stefánsson, sauðfjárbóndi í Ártúni en hann er sjálfur frá bænum Leifsstöðum í Öxarfirði. Hvernig finnst þér að vera að vinna í sauðburði? „Það er ekkert skemmtilegra en að vera í fjárhúsinu allan daginn og sjá falleg lömb fæðast og svo náttúrulega þegar vel gengur þá er allt gaman,“ segir Sigríður Linda Hyström sauðfjárbóndi í Ártúni og unnusta Rögnvaldar. En hvernig lýsa bændur þessum árstíma í sveitinni? „Bara frábært, ég myndi ekki vilja vera án þess., aldrei,“ segir Halla Bjarnadóttir, sauðfjárbóndi í Ártúni og mamma Sigríðar Lindu. Og hérna er ungt fólk að taka við þessu öllu saman hjá ykkur, dóttir þín og maður hennar, er það ekki? „Jú, jú, sem er bara mjög skemmtilegt og framtíðin er bara björt,“ segir Halla. Fjölskyldan í Ártúni, sem er með sauðfjárbúskapinn saman en það er Halla, Rögnvaldur, Sigríður Linda og bræðurnir Stefán Kormákur og Rúnar Kristófer, sem eru synir Rögnvaldar og Sigríðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og tilvonandi sauðfjárbóndi í fjölskyldunni, sem er aðeins sex ára gamall og heitir Stefán Kormákur er meira og minna allan daginn út í fjárhúsi þegar sauðburður stendur yfir. Hann segist vera harðákveðin í að vera bóndi en hann er þó ekki viss hvað kindurnar verði margar á búinu. Og hér er Stefán Kormákur með bróður sínum, Rúnari Kristófer, sem heldur á fallegu lambi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, ein kindin bar á meðan fréttamaður var í heimsókn og að sjálfsögðu hjálpaði Stefán Kormákur pabba sínum að sækja lömbin en það voru tveir myndarlegir svartir hrútar. Allt gekk vel. Svörtu hrútarnir, sem komu í heiminn á meðan fréttamaður var á staðnum. Að sjálfsögðu fengu þeir ljósmynd af sér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Sauðfé Landbúnaður Krakkar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Bærinn Ártún er á Rangárvöllum mitt á milli Hellu og Hvolsvallar en þar stendur sauðburður, sem hæst yfir og hefur gengið mjög vel til þessa. „Maður lifir fyrir þetta, maður lifir fyrir þennan tíma. Það skemmtilegasta er að sjá lömbin fæðast og komast á legg. Þetta er heilmikil vinna og viðvera en engin erfiðisvinna alltaf, meiri viðvera“, segir Rögnvaldur Stefánsson, sauðfjárbóndi í Ártúni en hann er sjálfur frá bænum Leifsstöðum í Öxarfirði. Hvernig finnst þér að vera að vinna í sauðburði? „Það er ekkert skemmtilegra en að vera í fjárhúsinu allan daginn og sjá falleg lömb fæðast og svo náttúrulega þegar vel gengur þá er allt gaman,“ segir Sigríður Linda Hyström sauðfjárbóndi í Ártúni og unnusta Rögnvaldar. En hvernig lýsa bændur þessum árstíma í sveitinni? „Bara frábært, ég myndi ekki vilja vera án þess., aldrei,“ segir Halla Bjarnadóttir, sauðfjárbóndi í Ártúni og mamma Sigríðar Lindu. Og hérna er ungt fólk að taka við þessu öllu saman hjá ykkur, dóttir þín og maður hennar, er það ekki? „Jú, jú, sem er bara mjög skemmtilegt og framtíðin er bara björt,“ segir Halla. Fjölskyldan í Ártúni, sem er með sauðfjárbúskapinn saman en það er Halla, Rögnvaldur, Sigríður Linda og bræðurnir Stefán Kormákur og Rúnar Kristófer, sem eru synir Rögnvaldar og Sigríðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og tilvonandi sauðfjárbóndi í fjölskyldunni, sem er aðeins sex ára gamall og heitir Stefán Kormákur er meira og minna allan daginn út í fjárhúsi þegar sauðburður stendur yfir. Hann segist vera harðákveðin í að vera bóndi en hann er þó ekki viss hvað kindurnar verði margar á búinu. Og hér er Stefán Kormákur með bróður sínum, Rúnari Kristófer, sem heldur á fallegu lambi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, ein kindin bar á meðan fréttamaður var í heimsókn og að sjálfsögðu hjálpaði Stefán Kormákur pabba sínum að sækja lömbin en það voru tveir myndarlegir svartir hrútar. Allt gekk vel. Svörtu hrútarnir, sem komu í heiminn á meðan fréttamaður var á staðnum. Að sjálfsögðu fengu þeir ljósmynd af sér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Sauðfé Landbúnaður Krakkar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira