Hefur áhyggjur af arftaka sínum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2025 19:04 Einar Þorsteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir þegar Heiða tók við sem borgarstjóri í febrúar. Vísir/Vilhelm A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs. Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira