Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar 2. maí 2025 07:32 Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári. Þó að það sé vissulega skref í rétta átt fyrir öryggi borgaranna, þá er ljóst að þetta er ekki nægjanlegt ef á sama tíma er hætt við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra vegna fjárskorts, sem er raunin. Við blasir skýrt öryggisvandamál. Sérsveit ríkislögreglustjóra er sú eining sem við treystum á þegar hættulegustu og viðkvæmustu verkefnin koma upp – vopnuð útköll, stórslys, hryðjuverkaógnir og aðrir alvarlegir atburðir. Á sama tíma og verkefnin hafa margfaldast á síðustu árum eru aðeins 47 manns starfandi í sveitinni í dag – níu færri en þörf er á. Árið 2023 sinnti sérsveitin 461 útkalli. Frá 2013 til 2023 hafa þau verið rúmlega tvö þúsund. Þetta eru staðreyndir sem ættu að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Það er einfaldlega ekki í lagi að fimmtíu lögreglumenn sem hafa varið heilum vetri í undirbúning fyrir inntökupróf þurfi nú að bíða heilan vetur til viðbótar vegna þess að fjármagnið vantar. Þegar að ríkisstjórnin samþykkti aðgerðir um fjölgun lögreglumanna var m.a. sagt í tilkynningu hennar að vopnaburður almennings hefur aukist og þar er engu logið. En hver er kölluð út þegar um vopnaburð er að ræða? Það er einmitt undirmönnuð sérsveitin. Það stenst ekki að tala fyrir auknu öryggi og styrkingu löggæslu einn daginn og draga síðan úr einni burðarstoð hennar þann næsta. Ef við viljum raunverulega efla öryggismál landsins, þá þarf það að gerast víðar en í blaðaútspilum. Sérsveitin þarf að vera vel mönnuð, vel búin og vel undirbúin. Öryggi borgaranna krefst þess. Ég skora á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að stíga inn í málið og tryggja að inntökuprófið fari fram í sumar. Það er ekki forsvaranlegt að láta fjárskort stöðva eðlilega uppbyggingu öryggiskerfisins. Höfundur er varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári. Þó að það sé vissulega skref í rétta átt fyrir öryggi borgaranna, þá er ljóst að þetta er ekki nægjanlegt ef á sama tíma er hætt við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra vegna fjárskorts, sem er raunin. Við blasir skýrt öryggisvandamál. Sérsveit ríkislögreglustjóra er sú eining sem við treystum á þegar hættulegustu og viðkvæmustu verkefnin koma upp – vopnuð útköll, stórslys, hryðjuverkaógnir og aðrir alvarlegir atburðir. Á sama tíma og verkefnin hafa margfaldast á síðustu árum eru aðeins 47 manns starfandi í sveitinni í dag – níu færri en þörf er á. Árið 2023 sinnti sérsveitin 461 útkalli. Frá 2013 til 2023 hafa þau verið rúmlega tvö þúsund. Þetta eru staðreyndir sem ættu að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Það er einfaldlega ekki í lagi að fimmtíu lögreglumenn sem hafa varið heilum vetri í undirbúning fyrir inntökupróf þurfi nú að bíða heilan vetur til viðbótar vegna þess að fjármagnið vantar. Þegar að ríkisstjórnin samþykkti aðgerðir um fjölgun lögreglumanna var m.a. sagt í tilkynningu hennar að vopnaburður almennings hefur aukist og þar er engu logið. En hver er kölluð út þegar um vopnaburð er að ræða? Það er einmitt undirmönnuð sérsveitin. Það stenst ekki að tala fyrir auknu öryggi og styrkingu löggæslu einn daginn og draga síðan úr einni burðarstoð hennar þann næsta. Ef við viljum raunverulega efla öryggismál landsins, þá þarf það að gerast víðar en í blaðaútspilum. Sérsveitin þarf að vera vel mönnuð, vel búin og vel undirbúin. Öryggi borgaranna krefst þess. Ég skora á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að stíga inn í málið og tryggja að inntökuprófið fari fram í sumar. Það er ekki forsvaranlegt að láta fjárskort stöðva eðlilega uppbyggingu öryggiskerfisins. Höfundur er varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun