„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 23:03 Harry á fleygiferð á Spáni. EPA-EFE/JAVIER ZORRILLA „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. Rauðu djöflarnir eru í toppmálum eftir fyrri leik sinn gegn Athletic Club í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það hjálpaði að heimamenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik. „Fyrstu tuttugu mínúturnar voru erfiðar. Áhorfendur voru virkilega háværir og ákefðin var há. Við gerðum nokkur mistök og virkuðum smá taugaspenntir. Mér fannst strákarnir vaxa inn í leikinn, við náðum stjórn á storminum og vissum að við myndum fá okkar færi. Vorum klínískir í fyrri hálfleik.“ „Einvígið er ekki búið. Við einbeitum okkur að síðari leiknum eftir viku og ég er viss um að Old Trafford verður þá eins og þessi staður hér í kvöld.“ „Ég var að sækja á fjærstöngina. Ég held að Alejandro Garnacho hafi gefið mér boltann, það var gaman að rekja boltann aðeins og eiga þennan líka góða kross. Við vorum með mikið af mannskap í teignum svo þeir hljóta að hafa treyst mér til að gefa fyrir. Þetta var góð tilfinning og á endanum frábær skalli,“ sagði Maguire um aðkomu sína að fyrsta marki Man Utd. „Það er mikilvægast að vinna. Við vorum klínískir í fyrri og skynsamir í þeim seinni. Þetta var frábær sigur en á endanum er annar stór leikur í næstu viku. Öll pressan er nú á okkur, öll búast við því að við förum í úrslit.“ „Næsta fimmtudag þurfum við að sjá til þess að við undirbúum okkur eins og fyrir þennan leik. Ef við gerum það höfum við gefið okkur góða möguleika á að komast í úrslitaleikinn. Þetta var frábært kvöld fyrir okkur, annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
Rauðu djöflarnir eru í toppmálum eftir fyrri leik sinn gegn Athletic Club í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það hjálpaði að heimamenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik. „Fyrstu tuttugu mínúturnar voru erfiðar. Áhorfendur voru virkilega háværir og ákefðin var há. Við gerðum nokkur mistök og virkuðum smá taugaspenntir. Mér fannst strákarnir vaxa inn í leikinn, við náðum stjórn á storminum og vissum að við myndum fá okkar færi. Vorum klínískir í fyrri hálfleik.“ „Einvígið er ekki búið. Við einbeitum okkur að síðari leiknum eftir viku og ég er viss um að Old Trafford verður þá eins og þessi staður hér í kvöld.“ „Ég var að sækja á fjærstöngina. Ég held að Alejandro Garnacho hafi gefið mér boltann, það var gaman að rekja boltann aðeins og eiga þennan líka góða kross. Við vorum með mikið af mannskap í teignum svo þeir hljóta að hafa treyst mér til að gefa fyrir. Þetta var góð tilfinning og á endanum frábær skalli,“ sagði Maguire um aðkomu sína að fyrsta marki Man Utd. „Það er mikilvægast að vinna. Við vorum klínískir í fyrri og skynsamir í þeim seinni. Þetta var frábær sigur en á endanum er annar stór leikur í næstu viku. Öll pressan er nú á okkur, öll búast við því að við förum í úrslit.“ „Næsta fimmtudag þurfum við að sjá til þess að við undirbúum okkur eins og fyrir þennan leik. Ef við gerum það höfum við gefið okkur góða möguleika á að komast í úrslitaleikinn. Þetta var frábært kvöld fyrir okkur, annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira