Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og alls höfðu fimm gul spjöld farið á loft þegar Brentford komst yfir þegar aðeins ein mínúta var til hálfleikshlésins. Nathans Collins fann þá Kevin Schade eftir hornspyrnu og þýski miðjumaðurinn skilaði knettinum í netið.
Tvö gul spjöld til viðbótar höfðu farið á loft þegar Mark Flekken, markvörður gestanna, sendi langan bolta fram á Yoane Wissa sem gerði sér lítið fyrir og tvöfaldaði forystuna þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.
Nottingham Forest er í 6. sæti með 60 stig, tveimur stigum á eftir Newcastle United í 3. sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir. Brentford er í 11. sæti með 49 stig.