Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Kjartan Kjartansson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. apríl 2025 13:58 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún segir að mögulega þurfi að fara yfir aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir Kveiks um leynilegar njósnir varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri. Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri.
Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira