Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir og Sunna Kristín Símonardóttir skrifa 1. maí 2025 08:30 Bakslag í baráttunni um allan heim Í mars sl. fór fram 69. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York. Tilefnið var 30 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar, eins mikilvægasta áfanga í sögu jafnréttisbaráttunnar. Á fundinum og ráðstefnum i tengslum við hann kom skýrt fram að bakslag hefur orðið í baráttunni fyrir réttindum kvenna um allan heim. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við auknum áhrifum íhaldssamra afla og sífellt sterkari andstöðu við kynjajafnrétti. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að ástandið sé óviðunandi þar sem skipulega sé grafið undan réttindum kvenna og hvatti fólk til aukinnar þátttöku í baráttunni. Sérstaklega beindi hann máli sínu til karla og drengja, sem þyrftu að gerast virkir bandamenn í baráttunni. Við fulltrúar BHM fundum glögglega fyrir alvörunni í málflutningi þeirra sem tóku þátt í margvíslegum málstofum í tengslum við fundinn. Þar sem bakslag verður, bitnar það ætíð verst á þeim sem standa veikast – konum og stúlkum sem búa við fátækt og jaðarsetningu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka mynd af þróun mála. Þar koma fram skýr merki þess að baráttan fyrir kynjajafnrétti standi nú frammi fyrir djúpstæðum áskorunum og jafnvel skipulögðum árásum víða um heim. Kerfisbundnar árásir eru gerðar á vísindi, sjálfstæði fræðasamfélagsins og tilverurétt hinsegin fólks. Baráttan stendur á krossgötum Þó að 193 ríki hafi samþykkt yfirlýsingu fundarins um að hraða aðgerðum í þágu jafnréttis lýstu margir fulltrúar áhyggjum yfir því að réttindi sem tengjast kyn- og frjósemisheilbrigði hefðu verið felld út úr lokatextanum, þrátt fyrir að hafa verið hluti af drögum að yfirlýsingunni í janúar síðastliðnum. Það er til marks um vaxandi áhrif íhaldssamra afla sem grafa markvisst undan réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þegar Bandaríkin, eitt áhrifamesta ríki heims, neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna, vöknuðu spurningar um smitáhrif: Hvaða skilaboð sendir það öðrum ríkjum? Margir óttast að þessi niðurstaða veiti öðrum ríkjum svigrúm til að draga sig til baka frá skuldbindingum um mannréttindi undir yfirskini þjóðlegra hagsmuna eða rótgróinna gilda sem eiga rætur í feðraveldinu. Jafnréttismál virðast sífellt jaðarsettari í alþjóðlegri umræðu, þróunaraðstoð hefur minnkað og fjármagn sem áður fór til mannréttindastarfs er nú háð auknum pólitískum skilyrðum. Í stað þess að berjast áfram fyrir nýjum réttindum, er hætta á að orkan fari í að verja þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Það væri döpur framtíðarsýn fyrir dætur okkar. Jafnréttisbaráttan stendur á krossgötum: Á sama tíma og ný kynslóð kvenna og stúlkna krefst breytinga standa íhaldsöfl í vegi fyrir framþróun. Ljóst er að þær þjóðir sem vilja sjá raunverulegan árangur þurfa að leggja meira á sig í baráttunni og sætta sig aldrei við kyrrstöðu eða afturför. Ákall um aðgerðir í jafnréttismálum Í ljósi framangreindrar þróunar er vert að minna á drög stjórnvalda að framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028, sem nýverið voru birt. Í áætluninni eru gefin fyrirheit um mikilvægar og tímabærar aðgerðir í þágu jafnréttis á vinnumarkaði, um kyngreinda gagnaöflun, valdeflingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. BHM fagnar þessum áherslum en hefur jafnframt kallað eftir því að stjórnvöld gangi lengra í aðgerðamiðuðum áformum – sérstaklega í ljósi þess að árið 2025 eru 50 ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis. BHM hefur beint eindregnum tilmælum til stjórnvalda um að fylgja áætluninni eftir með skýrum og tímasettum aðgerðum. Hún verði fjármögnuð með því raunsæi og þeirri festu sem verkefnin krefjast. Eins er mikilvægt að áætlunin endurspegli ákall kvennaársins 2025 um raunverulegar breytingar og nýjan kraft í þágu kynjajafnréttis í íslensku samfélagi. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Jafnréttismál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Bakslag í baráttunni um allan heim Í mars sl. fór fram 69. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York. Tilefnið var 30 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar, eins mikilvægasta áfanga í sögu jafnréttisbaráttunnar. Á fundinum og ráðstefnum i tengslum við hann kom skýrt fram að bakslag hefur orðið í baráttunni fyrir réttindum kvenna um allan heim. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við auknum áhrifum íhaldssamra afla og sífellt sterkari andstöðu við kynjajafnrétti. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að ástandið sé óviðunandi þar sem skipulega sé grafið undan réttindum kvenna og hvatti fólk til aukinnar þátttöku í baráttunni. Sérstaklega beindi hann máli sínu til karla og drengja, sem þyrftu að gerast virkir bandamenn í baráttunni. Við fulltrúar BHM fundum glögglega fyrir alvörunni í málflutningi þeirra sem tóku þátt í margvíslegum málstofum í tengslum við fundinn. Þar sem bakslag verður, bitnar það ætíð verst á þeim sem standa veikast – konum og stúlkum sem búa við fátækt og jaðarsetningu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka mynd af þróun mála. Þar koma fram skýr merki þess að baráttan fyrir kynjajafnrétti standi nú frammi fyrir djúpstæðum áskorunum og jafnvel skipulögðum árásum víða um heim. Kerfisbundnar árásir eru gerðar á vísindi, sjálfstæði fræðasamfélagsins og tilverurétt hinsegin fólks. Baráttan stendur á krossgötum Þó að 193 ríki hafi samþykkt yfirlýsingu fundarins um að hraða aðgerðum í þágu jafnréttis lýstu margir fulltrúar áhyggjum yfir því að réttindi sem tengjast kyn- og frjósemisheilbrigði hefðu verið felld út úr lokatextanum, þrátt fyrir að hafa verið hluti af drögum að yfirlýsingunni í janúar síðastliðnum. Það er til marks um vaxandi áhrif íhaldssamra afla sem grafa markvisst undan réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þegar Bandaríkin, eitt áhrifamesta ríki heims, neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna, vöknuðu spurningar um smitáhrif: Hvaða skilaboð sendir það öðrum ríkjum? Margir óttast að þessi niðurstaða veiti öðrum ríkjum svigrúm til að draga sig til baka frá skuldbindingum um mannréttindi undir yfirskini þjóðlegra hagsmuna eða rótgróinna gilda sem eiga rætur í feðraveldinu. Jafnréttismál virðast sífellt jaðarsettari í alþjóðlegri umræðu, þróunaraðstoð hefur minnkað og fjármagn sem áður fór til mannréttindastarfs er nú háð auknum pólitískum skilyrðum. Í stað þess að berjast áfram fyrir nýjum réttindum, er hætta á að orkan fari í að verja þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Það væri döpur framtíðarsýn fyrir dætur okkar. Jafnréttisbaráttan stendur á krossgötum: Á sama tíma og ný kynslóð kvenna og stúlkna krefst breytinga standa íhaldsöfl í vegi fyrir framþróun. Ljóst er að þær þjóðir sem vilja sjá raunverulegan árangur þurfa að leggja meira á sig í baráttunni og sætta sig aldrei við kyrrstöðu eða afturför. Ákall um aðgerðir í jafnréttismálum Í ljósi framangreindrar þróunar er vert að minna á drög stjórnvalda að framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028, sem nýverið voru birt. Í áætluninni eru gefin fyrirheit um mikilvægar og tímabærar aðgerðir í þágu jafnréttis á vinnumarkaði, um kyngreinda gagnaöflun, valdeflingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. BHM fagnar þessum áherslum en hefur jafnframt kallað eftir því að stjórnvöld gangi lengra í aðgerðamiðuðum áformum – sérstaklega í ljósi þess að árið 2025 eru 50 ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis. BHM hefur beint eindregnum tilmælum til stjórnvalda um að fylgja áætluninni eftir með skýrum og tímasettum aðgerðum. Hún verði fjármögnuð með því raunsæi og þeirri festu sem verkefnin krefjast. Eins er mikilvægt að áætlunin endurspegli ákall kvennaársins 2025 um raunverulegar breytingar og nýjan kraft í þágu kynjajafnréttis í íslensku samfélagi. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun