Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 16:00 Núnez, Jota og Díaz eru allir orðaðir við félög í Sádi-Arabíu. Ólíklegt þykir að Liverpool vilji selja þrjá úr framlínu liðsins í sumar og vilji þá sérstaklega halda í Díaz. Clive Brunskill/Getty Images Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira