Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 20:02 Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar segir fangelsin yfirfull. Vísir Fordæmalaust ástand hefur skapast í fangelsum landsins að sögn fangelsismálastjóra. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru með erlent ríkisfang. Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann. Fangelsismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann.
Fangelsismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira