Kjördagur framundan í Kanada Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 23:58 Mark Carney, formaður Frjálslynda flokksins, og Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins. Þeir leiða tvo stærstu flokkanna fyrir komandi þingkosningar. EPA Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump. Kanada Donald Trump Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump.
Kanada Donald Trump Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira