Stöð 2 Sport
Stjarnan tekur á móti Grindavík í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta klukkan 19:30. Stjörnumenn leiða einvígið 2-0 og geta því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld, en að leik loknum verður Bónus Körfuboltakvöld á sínum stað þar sem leikurinn verður gerður upp.
Stöð 2 Sport 2
Trabzonspor tekur á móti Barcelona í UEFA Youth League klukkan 15:50 áður en ferið verður yfir allt það helsta úr heimi NBA-körfuboltans í Lögmáli leiksins klukkan 20:00.
Stöð 2 Sport 5
Valur tekur á móti Víkingi í stórleik umferðarinnar í Bestu-deild karla klukkan 18:45 og klukkan 21:25 er Stúkan á dagskrá þar sem umferðinni verður gerð góð skil.
Stöð 2 BD
Stjarnan og ÍBV eigast við í Bestu-deild karla klukkan 17:35.
Stöð 2 BD 2
Fram tekur á móti Aftureldingu í Bestu-deild karla klukkan 19:05.
Vodafone Sport
Leeds United tekur á móti Bristol City í ensku B-deildinni klukkan 18:50 og á slaginu miðnætti mætast Astros og Tigers í MLB-deildinni í hafnarbolta.