Innlent

Ó­vissa um heimshagkerfið og úr­sögn Sól­veigar Önnu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Fyrst mæta Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og Sigurður Stefánsson forstjóri Aflvaka, og ræða húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu, íbúðaskortinn og gagnrýni Sigurðar á skipulagsyfirvöld sem hann segir hafa misreiknaði sig herfilega á síðasta áratug.

Gylfi Magnússon, prófessor í Hagfræði fer síðan yfir heimshagkerfið. Yfir stendur ársfundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þar sem lykilorðið er óvissa. Búið er að lækka allar hagvaxtarspár og mikill órói á mörkuðum heldur áfram.

Þá ræðir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, „vók-ismann“, úrsögn sína úr Sósíalistaflokknum og fleira því tengt.

Að lokum mæta Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, og Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðastofnunar HÍ, og ræða friðarhorfur í Úkraínu, vonir og væntingar á því sviðinu.

Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni og í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×