Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2025 07:00 Tryggvi Helgason, stofnandi Norðurflugs, við aðra af Beechcraft-vélum félagsins. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent