„Stjórn Kænugarðs hefur algjörlega mistekst“ sagði Pútín í myndbandsyfirlýsingu sem birt var fyrr í dag.
Í myndskeiðinu sést Valery Gerasimov, yfirhershöfðingja í Rússlandi, segja Pútín að allir úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrskhéraðinu eftir að Rússar tóku aftur yfir stjórn í bænum Gornal, síðasta hernumda bænum í Kúrsk.
Úkraínumenn gerðu óvænta innrás í Kúrskhéraðið í ágúst árið 2024 og söðluðu undir sig landsvæði í héraðinu. Síðan þá hafa hermenn Rússa unnið að því hrekja þá burt auk hermanna frá Norður-Kóreu.
Talsmenn Úkraínu segja hins vegar fullyrðingar Pútíns falskar og enn séu hermenn Úkraínuhers í Belogrodhéraðinu auk annarra svæða.
Staðfesta aðstoð Norður-Kóreu
Fregnir bárust um miðjan desember að hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til að aðstoða rússneska herinn. Talið er að alls hafi um fjórtán þúsund hermenn verið sendir á vígvöllinn, þar af þrjú þúsund hermenn sem voru sendir til að bæta upp fyrir þá sem létust í átökunum.
Hingað til hafa Rússar ekki staðfesti að norðurkóreskir hermenn taki þátt en í myndskeiðinu heyrist Gerasimov hrósa þeim. Hann sagði norðurkóresku hermennina hafa sýnt „fagmennsku, hreysti, kjark og hugrekki“ á vígvellinum.