Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 18:59 Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi. Vísir/Oddur Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. Dómur var í síðustu viku kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness yfir leigubílstjóra á vegum City Taxi leigubílastöðinni sem ásamt vini sínum nauðgaði konu sem var farþegi hans í leigubíl að næturlagi í febrúar í fyrra. Í fréttum af málinu á sínum tíma kom meðal annars fram að leigubílstjórinn væri enn við störf rúmum tveimur vikum eftir brotið. Sagði Sigtryggur Arnar Magnússon framkvæmdastjóri fyrirtækisins að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri starfsmaður við leigubílastöðina. Framkvæmdastjórinn segir nú að hann hafi breytt eftirliti með bílstjórum og fækkað bílstjórum á sínum vegum. Óttast að fleiri hafi ekki nægar upplýsingar um ökumenn „Við höfum þær reglur að á sömu mínútu og við fáum að vita að bílstjóri hafi gerst brotlegur í starfi þá er hann rekinn. Hver og einn er látinn skrifa undir ráðningarsamning og þessi ráðningarsamningur er alveg skýr. Ef þú rukkar of mikið, gerir eitthvað af þér þá ertu rekinn.“ Hann hafi fækkað bílstjórum hjá sér til muna, um áttatíu talsins, með hækkun stöðvargjalda og hefur kvörtunum fækkað. Bílstjórar sem aki í dag undir merkjum City Taxi séu einungis 35 talsins. „Ég er með svokallaðan Seavis búnað, GPS búnað og ég á að geta fylgst með öllum bílstjórum sem eru hjá mér, hvaða túra þeir tóku og annað slíkt,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segist óttast að fleiri leigubílastöðvar hafi ekki nægar upplýsingar um sína ökumenn og vill að leigubílamarkaðurinn verði aftur eins og hann var og að Samgöngustofa fái auknar heimildir til eftirlits og til þess að bregðast við. „Við gátum stjórnað því í Reykjavík að þessir óæskilegu menn þeir væru ekki að keyra. Það var miklu auðveldara að finna menn ef eitthvað gerðist og ef það var eitthvað vesen í Leifsstöð þá gátum við unnið þetta saman, stöðvarnar, Isavia þurfti aldrei að vera með eitthvað vesen, það var tekið á málunum öðruvísi og já það var margfalt minna um glæpi.“ Leigubílar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Dómur var í síðustu viku kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness yfir leigubílstjóra á vegum City Taxi leigubílastöðinni sem ásamt vini sínum nauðgaði konu sem var farþegi hans í leigubíl að næturlagi í febrúar í fyrra. Í fréttum af málinu á sínum tíma kom meðal annars fram að leigubílstjórinn væri enn við störf rúmum tveimur vikum eftir brotið. Sagði Sigtryggur Arnar Magnússon framkvæmdastjóri fyrirtækisins að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri starfsmaður við leigubílastöðina. Framkvæmdastjórinn segir nú að hann hafi breytt eftirliti með bílstjórum og fækkað bílstjórum á sínum vegum. Óttast að fleiri hafi ekki nægar upplýsingar um ökumenn „Við höfum þær reglur að á sömu mínútu og við fáum að vita að bílstjóri hafi gerst brotlegur í starfi þá er hann rekinn. Hver og einn er látinn skrifa undir ráðningarsamning og þessi ráðningarsamningur er alveg skýr. Ef þú rukkar of mikið, gerir eitthvað af þér þá ertu rekinn.“ Hann hafi fækkað bílstjórum hjá sér til muna, um áttatíu talsins, með hækkun stöðvargjalda og hefur kvörtunum fækkað. Bílstjórar sem aki í dag undir merkjum City Taxi séu einungis 35 talsins. „Ég er með svokallaðan Seavis búnað, GPS búnað og ég á að geta fylgst með öllum bílstjórum sem eru hjá mér, hvaða túra þeir tóku og annað slíkt,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segist óttast að fleiri leigubílastöðvar hafi ekki nægar upplýsingar um sína ökumenn og vill að leigubílamarkaðurinn verði aftur eins og hann var og að Samgöngustofa fái auknar heimildir til eftirlits og til þess að bregðast við. „Við gátum stjórnað því í Reykjavík að þessir óæskilegu menn þeir væru ekki að keyra. Það var miklu auðveldara að finna menn ef eitthvað gerðist og ef það var eitthvað vesen í Leifsstöð þá gátum við unnið þetta saman, stöðvarnar, Isavia þurfti aldrei að vera með eitthvað vesen, það var tekið á málunum öðruvísi og já það var margfalt minna um glæpi.“
Leigubílar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira