Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. apríl 2025 11:44 Mynd úr safni af fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði. Vísir/Vilhelm Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja, en þar segir að við þetta skapist hundrað ný störf í fiskeldisstöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa. Landeldisstöðin verður staðsett í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgang að endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Stöðin verður byggð í þremur áföngum en jarðvegsframkvæmdir hófust í október 2024. Svona mun fiskeldið líta út.Samherji Áætlað er að eftir fyrsta áfanga muni stöðin framleiða um 10 þúsund tonn af slægðum laxi, og fullbyggð muni stöðin ná framleiðsluafk-östum upp á 30 þúsund tonn á ári. „Í framleiðslunni munu einnig falla til hliðarafurðir sem til stendur að nýta til frekari verðmætasköpunar innan auðlindagarðs HS Orku,“ segir í tilkynningunni. Leiðandi á heimsvísu í landeldi Í tilkynningu segir að Samherji fiskeldi ehf. hafi stundað landeldi á bleikju og laxi með góðum árangri í tvo áratugi. Fyrirtækið sé orðið leiðandi í landeldi og sé í dag stærsti bleikjuframleiðandi í heimi með um 30 prósent markaðshlutdeild í bleikju. „Eldisgarður byggir á reynslu okkar af landeldi í Öxarfirði. Frá árinu 2023 höfum við fjárfest í stöðinni í Öxarfirði fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Sú fjárfesting fólst í stækkun og innleiðingu á nýrri tækni sem verður notuð í Eldisgarði,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja. „Ég er afar stoltur af okkar starfsfólki sem hefur gert þennan árangur mögulegan með sinni reynslu og sérfræðiþekkingu. Samtímis er ég hrærður yfir þeim áhuga sem fjárfestar sýna Eldisgarði. Um er að ræða risavaxið verkefni sem mun hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið á Reykjanesi. Við erum hreykin af því að skapa ný þekkingarstörf á svæðinu með umhverfisvænni framleiðslu á hágæða próteini,“ er haft eftir Jóni Kjartani Jónssyni, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2027. Fiskeldi Landeldi Reykjanesbær Tengdar fréttir Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. 10. nóvember 2023 15:32 Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. 11. júlí 2024 10:27 Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja, en þar segir að við þetta skapist hundrað ný störf í fiskeldisstöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa. Landeldisstöðin verður staðsett í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgang að endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Stöðin verður byggð í þremur áföngum en jarðvegsframkvæmdir hófust í október 2024. Svona mun fiskeldið líta út.Samherji Áætlað er að eftir fyrsta áfanga muni stöðin framleiða um 10 þúsund tonn af slægðum laxi, og fullbyggð muni stöðin ná framleiðsluafk-östum upp á 30 þúsund tonn á ári. „Í framleiðslunni munu einnig falla til hliðarafurðir sem til stendur að nýta til frekari verðmætasköpunar innan auðlindagarðs HS Orku,“ segir í tilkynningunni. Leiðandi á heimsvísu í landeldi Í tilkynningu segir að Samherji fiskeldi ehf. hafi stundað landeldi á bleikju og laxi með góðum árangri í tvo áratugi. Fyrirtækið sé orðið leiðandi í landeldi og sé í dag stærsti bleikjuframleiðandi í heimi með um 30 prósent markaðshlutdeild í bleikju. „Eldisgarður byggir á reynslu okkar af landeldi í Öxarfirði. Frá árinu 2023 höfum við fjárfest í stöðinni í Öxarfirði fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Sú fjárfesting fólst í stækkun og innleiðingu á nýrri tækni sem verður notuð í Eldisgarði,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja. „Ég er afar stoltur af okkar starfsfólki sem hefur gert þennan árangur mögulegan með sinni reynslu og sérfræðiþekkingu. Samtímis er ég hrærður yfir þeim áhuga sem fjárfestar sýna Eldisgarði. Um er að ræða risavaxið verkefni sem mun hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið á Reykjanesi. Við erum hreykin af því að skapa ný þekkingarstörf á svæðinu með umhverfisvænni framleiðslu á hágæða próteini,“ er haft eftir Jóni Kjartani Jónssyni, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2027.
Fiskeldi Landeldi Reykjanesbær Tengdar fréttir Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. 10. nóvember 2023 15:32 Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. 11. júlí 2024 10:27 Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. 10. nóvember 2023 15:32
Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. 11. júlí 2024 10:27
Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41