Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 26. apríl 2025 11:02 Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar