Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 09:35 Emanuel Macron Frakklandsforseti, Alexander Stubb Finnlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti á fremsta bekk. EPA Um fimmtíu þúsund manns eru við útför Frans páfa á Sankti Péturstorgi í Páfagarði. Meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodímír Selenskí Úkraínuforseti og Vilhjálmur bretaprins. Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA
Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira