Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 25. apríl 2025 22:32 Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma. Við lifum á tímum þar sem netmiðlar, áhrifavaldar og skyndilausnir ráða ríkjum í umræðum um næringu og mat. Næring er vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlum, þar sem misvísandi ráð og tískukúrar birtast daglega, oftar en ekki án þess að byggjast á neinum vísindalegum staðreyndum. Í dag er næringarfræðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þekking okkar á áhrifum matar á heilsu hefur í raun aldrei verið betri sem er merkilegt í ljósi þess að á sama tíma hefur ruglingurinn aldrei verið meiri hjá almenningi. En eins og staðan er fær Matvæla- og næringarfræðideild HÍ því miður lítið fjármagn vegna þess hve fáir nemendur eru við deildina, þrátt fyrir öfluga rannsóknastarfsemi innan deildarinnar. Næringarfræðingar eru þó lykilfólk í heilsueflingu framtíðarinnar. Næring hefur nefnilega áhrif á sjúkdómsbyrði þjóðarinnar en hún getur bætt heilsuna, sparað fé og bætt lífsgæði. Öll þurfum við að borða á hverjum degi, alla ævi og sú næring sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Hún veitir líkamanum orku, næringarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi allra kerfa líkamans ásamt því að hafa áhrif á hvernig við vöxum, lærum, eldumst og líður andlega. Ísland er þó því miður langt á eftir mörgum nágrannalöndum þegar kemur að stöðugildum næringarfræðinga eins og er. Þá eru flestir landsmenn töluvert langt frá því að fylgja næringarráðleggingum og einkennist mataræði Íslendinga gjarnan af lítilli trefjaneyslu og vöntun á næringarríkum matvælum á borð við grænmeti, ávexti og heilkorn. En breytingar í átt að ráðleggingum gætu bætt lýðheilsu töluvert. Til þess þurfum við helst fleiri næringarfræðinga og að fleiri skrái sig í næringarfræði við Háskóla Íslands sem er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að öðlast þessa menntun eins og er. Við erum að eldast sem þjóð, langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sækja á, og samhliða eykst þörfin á sérfræðingum sem hjálpa við að viðhalda góðri heilsu, fyrirbyggjandi og í meðferð. Sérþekking næringarfræðinga hjálpar fólki að greina milli staðreynda og mýta, stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og hjálpar til við að koma í veg fyrir alvarlega heilsufarsvanda. En hvað felur í sér að vera næringarfræðingur? Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti þar sem þarf að hafa lokið 5 ára háskólanámi, þar af meistaragráðu í næringarfræði og öðlast starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Næringarfræðingar sinna meðal annars mikilvægu starfi í heilbrigðiskerfinu, á rannsóknarstofum, í skólum, matvælaiðnaði og einkarekstri. Þá veita þeir líka mikilvæga og gagnreynda ráðgjöf, vinna að forvörnum, meðhöndlun sjúkdóma, rannsóknarvinnu og fræðslu. Næringarfræði er fjölbreytt og krefjandi þverfaglegt nám sem stendur á sterkum grunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Dæmi um fög í náminu eru næringarfræði, efnafræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, sálfræði og neytendafræði, ónæmisfræði, tölfræði og gagnavinnsla, lífeðlisfræði, og matvælaörverufræði. Námið sameinar bóklega og verklega þekkingu og einkennist af mikilli fjölbreytni, þverfaglegri nálgun og fræðilegri dýpt. Farið er ítarlega í alla ferla líkamans alveg inn að frumu og fjallað um hvernig næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu á öllum æviskeiðum við fjölbreyttar aðstæður. Námið veitir einnig innsýn í mikilvægi einstakra næringarefna, hlutverk þeirra í líkamanum og hvernig þau stuðla að heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vísindalega hugsun, lausnamiðaða verkefnavinnu og raunhæfa nálgun. Það miðar þannig að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og styrkja hæfni þeirra til að afla sér upplýsinga. Nemendur fá einnig þjálfun í mismunandi aðferðafræðum og eru því vel undirbúnir fyrir fjölbreytt störf eftir námið. Markmiðið er að næringarfræðingar hafi trausta fræðilega undirstöðu eftir námið og geti miðlað þekkingu á skýran hátt. Næringarfræðin er ein af lykilgreinum framtíðarinnar þegar kemur að forvörnum, heilsueflingu og meðferð sjúkdóma. Ef við viljum bætta lýðheilsu, þá verðum við að hlúa að þessari grein og það byrjar með því að fleiri skrá sig í námið. Ef þú hefur áhuga á að skilja hvernig matur hefur áhrif á líkamann og starfa við eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að bæta lýðheilsu er rétti tíminn til að skrá sig í næringarfræði í HÍ og taka þannig þátt í að móta framtíð heilsu þjóðarinnar. Meiri upplýsingar hér: https://hi.is/naeringarfraedi Höfundur er næringarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Heilsa Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma. Við lifum á tímum þar sem netmiðlar, áhrifavaldar og skyndilausnir ráða ríkjum í umræðum um næringu og mat. Næring er vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlum, þar sem misvísandi ráð og tískukúrar birtast daglega, oftar en ekki án þess að byggjast á neinum vísindalegum staðreyndum. Í dag er næringarfræðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þekking okkar á áhrifum matar á heilsu hefur í raun aldrei verið betri sem er merkilegt í ljósi þess að á sama tíma hefur ruglingurinn aldrei verið meiri hjá almenningi. En eins og staðan er fær Matvæla- og næringarfræðideild HÍ því miður lítið fjármagn vegna þess hve fáir nemendur eru við deildina, þrátt fyrir öfluga rannsóknastarfsemi innan deildarinnar. Næringarfræðingar eru þó lykilfólk í heilsueflingu framtíðarinnar. Næring hefur nefnilega áhrif á sjúkdómsbyrði þjóðarinnar en hún getur bætt heilsuna, sparað fé og bætt lífsgæði. Öll þurfum við að borða á hverjum degi, alla ævi og sú næring sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Hún veitir líkamanum orku, næringarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi allra kerfa líkamans ásamt því að hafa áhrif á hvernig við vöxum, lærum, eldumst og líður andlega. Ísland er þó því miður langt á eftir mörgum nágrannalöndum þegar kemur að stöðugildum næringarfræðinga eins og er. Þá eru flestir landsmenn töluvert langt frá því að fylgja næringarráðleggingum og einkennist mataræði Íslendinga gjarnan af lítilli trefjaneyslu og vöntun á næringarríkum matvælum á borð við grænmeti, ávexti og heilkorn. En breytingar í átt að ráðleggingum gætu bætt lýðheilsu töluvert. Til þess þurfum við helst fleiri næringarfræðinga og að fleiri skrái sig í næringarfræði við Háskóla Íslands sem er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að öðlast þessa menntun eins og er. Við erum að eldast sem þjóð, langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sækja á, og samhliða eykst þörfin á sérfræðingum sem hjálpa við að viðhalda góðri heilsu, fyrirbyggjandi og í meðferð. Sérþekking næringarfræðinga hjálpar fólki að greina milli staðreynda og mýta, stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og hjálpar til við að koma í veg fyrir alvarlega heilsufarsvanda. En hvað felur í sér að vera næringarfræðingur? Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti þar sem þarf að hafa lokið 5 ára háskólanámi, þar af meistaragráðu í næringarfræði og öðlast starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Næringarfræðingar sinna meðal annars mikilvægu starfi í heilbrigðiskerfinu, á rannsóknarstofum, í skólum, matvælaiðnaði og einkarekstri. Þá veita þeir líka mikilvæga og gagnreynda ráðgjöf, vinna að forvörnum, meðhöndlun sjúkdóma, rannsóknarvinnu og fræðslu. Næringarfræði er fjölbreytt og krefjandi þverfaglegt nám sem stendur á sterkum grunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Dæmi um fög í náminu eru næringarfræði, efnafræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, sálfræði og neytendafræði, ónæmisfræði, tölfræði og gagnavinnsla, lífeðlisfræði, og matvælaörverufræði. Námið sameinar bóklega og verklega þekkingu og einkennist af mikilli fjölbreytni, þverfaglegri nálgun og fræðilegri dýpt. Farið er ítarlega í alla ferla líkamans alveg inn að frumu og fjallað um hvernig næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu á öllum æviskeiðum við fjölbreyttar aðstæður. Námið veitir einnig innsýn í mikilvægi einstakra næringarefna, hlutverk þeirra í líkamanum og hvernig þau stuðla að heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vísindalega hugsun, lausnamiðaða verkefnavinnu og raunhæfa nálgun. Það miðar þannig að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og styrkja hæfni þeirra til að afla sér upplýsinga. Nemendur fá einnig þjálfun í mismunandi aðferðafræðum og eru því vel undirbúnir fyrir fjölbreytt störf eftir námið. Markmiðið er að næringarfræðingar hafi trausta fræðilega undirstöðu eftir námið og geti miðlað þekkingu á skýran hátt. Næringarfræðin er ein af lykilgreinum framtíðarinnar þegar kemur að forvörnum, heilsueflingu og meðferð sjúkdóma. Ef við viljum bætta lýðheilsu, þá verðum við að hlúa að þessari grein og það byrjar með því að fleiri skrá sig í námið. Ef þú hefur áhuga á að skilja hvernig matur hefur áhrif á líkamann og starfa við eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að bæta lýðheilsu er rétti tíminn til að skrá sig í næringarfræði í HÍ og taka þannig þátt í að móta framtíð heilsu þjóðarinnar. Meiri upplýsingar hér: https://hi.is/naeringarfraedi Höfundur er næringarfræðingur
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun