Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 12:23 Einar Hugi Bjarnason er réttargæslumaður kvennanna tveggja. Vísir/Samúel Karl Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18