Körfubolti

Jón Axel og fé­lagar upp í spænsku úrvalsdeildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson og félagar gátu fagnað í kvöld.
Jón Axel Guðmundsson og félagar gátu fagnað í kvöld. VÍSIR/BÁRA

San Pablo Burgos tryggði sér sæti í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með 87-74 sigri á Fu­en­la­brada í kvöld.

Eftir sigurinn er ljóst að ekkert lið getur fellt San Pablo Burgos úr toppsæti deildarinnar. Fuenlabrada var átti möguleika á því en þá hefði liðið þurft að vinna í kvöld.

Jón Axel skoraði fjórtán stig fyrir San Pablo Burgos og tók sex fráköst. Hann var næststigahæsti leikmaður liðsins.

Grindvíkingurinn hitti úr tveimur af sex skotum sínum inni í teig og þremur af fimm skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.

San Pablo Burgos hefur unnið síðustu níu leiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×