Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2025 12:19 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS segir að enn og aftur sé búist við að íbúðaverð hækki umfram almenna verðlagsþróun. Ekki sé verið að byggja nóg. Vísir Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg. Íbúðaverð hefur hækkað töluvert meira en innlend hlutabréf á síðustu tíu árum, auk þess sem minna flökt hefur verið á meðalverði íbúða heldur en meðalverði hlutabréfa. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. „Þetta þýðir að íbúðir hafa verið öruggari og arðbærari fjárfesting en hlutabréf síðustu tíu ár. Það teljum við mjög óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Með meiri áhættu ætti maður að fá meiri ávöxtun því hlutabréf eru áhættusamari en íbúðir. Þetta sýnir hvað íbúðaverð hefur hækkað hratt og flökt minna en hlutabréf síðustu tíu ár,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS. Jónas spáir sömu þróun áfram. „Íbúðaverð hefur haldið áfram að stíga umfram verðlag þannig að við erum að sjá raunverðshækkanir. Það skýrist af því að eftirspurnin er töluverð á íbúðamarkaði. Hins vegar eru verðhækkanirnar ekki eins miklar og við sáum á síðasta ári þar sem það er mjög mikið af íbúðum á sölu og sölutíminn er nokkuð langur þessa stundina,“ segir hann. HMS telur að til að uppfylla íbúðaþörf þurfi að byggja 4000 íbúðir árlega næstu áratugi. Samkvæmt talningu séu þær hins vegar aðeins þrjú þúsund í ár. Jónas segir því útlit fyrir að íbúðir haldi áfram að vera vænleg fjárfesting. „Það má gera ráð fyrir að íbúðir verði álitlegur fjárfestingarkostur svo lengi sem íbúðaverð hækkar svona hratt umfram almenna verðþróun,“ segir Jónas Atli Gunnarsson. Fasteignamarkaður Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Íbúðaverð hefur hækkað töluvert meira en innlend hlutabréf á síðustu tíu árum, auk þess sem minna flökt hefur verið á meðalverði íbúða heldur en meðalverði hlutabréfa. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. „Þetta þýðir að íbúðir hafa verið öruggari og arðbærari fjárfesting en hlutabréf síðustu tíu ár. Það teljum við mjög óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Með meiri áhættu ætti maður að fá meiri ávöxtun því hlutabréf eru áhættusamari en íbúðir. Þetta sýnir hvað íbúðaverð hefur hækkað hratt og flökt minna en hlutabréf síðustu tíu ár,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS. Jónas spáir sömu þróun áfram. „Íbúðaverð hefur haldið áfram að stíga umfram verðlag þannig að við erum að sjá raunverðshækkanir. Það skýrist af því að eftirspurnin er töluverð á íbúðamarkaði. Hins vegar eru verðhækkanirnar ekki eins miklar og við sáum á síðasta ári þar sem það er mjög mikið af íbúðum á sölu og sölutíminn er nokkuð langur þessa stundina,“ segir hann. HMS telur að til að uppfylla íbúðaþörf þurfi að byggja 4000 íbúðir árlega næstu áratugi. Samkvæmt talningu séu þær hins vegar aðeins þrjú þúsund í ár. Jónas segir því útlit fyrir að íbúðir haldi áfram að vera vænleg fjárfesting. „Það má gera ráð fyrir að íbúðir verði álitlegur fjárfestingarkostur svo lengi sem íbúðaverð hækkar svona hratt umfram almenna verðþróun,“ segir Jónas Atli Gunnarsson.
Fasteignamarkaður Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira