120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar 23. apríl 2025 11:32 Opið bréf til hæstvirts dómsmálaráðherra, frú Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, hæstvirts fjármála- og efnahagsráðherra, herra Daði Már Kristófersson og hæstvirts Atvinnuvegaráðherra, frú Hanna Katrín Friðriksson. Nú fer tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur senn að ljúka og þar með opnast grundvöllur til að hækka hámarkshraða upp í 120 km á klukkustund. Þar sem lagabreytingar taka oft talsvert langan tíma, skora ég á dómsmálaráðherra að fyrirskipa lögreglu að sekta ekki aðila sem keyra á 120 km hraða, þar sem lagabreyting er væntanleg. Flestum finnst þessi athugasemd mín alveg út í hött og ég er sammála því. Svo virðist að fyrrum dómsmálaráðherra og fyrrum fjármálaráðherra hafi tekið svipaða afstöðu varðandi netsölu á áfengi. Þau voru bæði fylgjandi netsölu og afnámi einkasölu ÁTVR og vildu breita lögum samkvæmt því, en það hefur ekki verið gert. Lögreglan gerir ekkert, eða að minnsta kosti mjög lítið varðandi allar netsölur með áfengi sem eru nú þegar starfandi. Þær fá bara að starfa óáreittar, mögulega í skugga þess að kannski munu lögin breytast í framtíðinni. Árið 1995 eða 1996 ætlaði fyrirtækið Júlíus P Guðjónsson að hefja netsölu beint til Íslendinga. TVG Zimsen ætlaði að sjá um að tolla einstakar pantanir af frísvæði (tollfrjálsu svæði) þeirra, en lög gerðu ráð fyrir (og gera væntanlega enn) að innflutningur á víni fyrir einstaklinga yrði að vera tollað í nafni þess einstaklings sem flytti inn vínið. Þetta var stöðvað af Tollinum, því þótt þau uppfylltu þá kröfu að tollafgreiða í nafni einstaklingsins sem var að flytja inn vöruna, þá mátti varan ekki koma af Íslenskum lager, sama þótt lagerinn væri á svokölluðu tollfrjálsu svæði. Í dag flytja netsölufyrirtæki inn áfengi. Tolla í eigin nafni, en ekki nafni einstaklingsins sem á að vera innflytjandinn. Þessi fyrirtæki starfa undir erlendu nafni, en eru samt að selja vín af lager sem er búið að tolla á Íslandi og reikningur er með Íslenska kennitölu og Íslenskt VSK númer er afhentur einstaklingum. Ég var nýlega staddur í Costco. Þar eru nokkrar tölvur fyrir framan vínafgreiðsluna, þar getur fólk skráð sig inn, pantað áfengi og innan við mínútu seinna fengið áfengið afhent. Hér er hreinlega verið að hafa Íslenska lög að háði og Íslensku þjóðina að fífli því hvað er þetta annað en smásala? Ég hef einnig heyrt að fyrirtækið Sante starfi á svipuðum nótum. Íslendingar voru fyrir stuttu beðnir um að koma með sparnaðartillögur fyrir íslenska ríkið. Ein af þessum sparnaðartillögum gæti átt við netsölur með áfengi. Samkvæmt ársreikningi 2023 var velta eins af stærri netsölufyrirtækjum landsins vel yfir 500 milljónir. Ef meðalverð á vínflösku væri reiknað á 3.500 kr. án VSK gæti einfalt reikningsdæmi litið svona út: 550.000.000 / 3500 = 157.142 flöskur Álagning ÁTVR pr. flösku væri 534 kr. Álagning ÁTVR af 157.142 flöskum væri þá 83.913.828 Ef við gefum okkur að umrætt fyrirtæki og Costco séu með 2/3 markaðshlutdeild í netsölu á áfengi, þá má áætla að tekjutap ÁTVR og þar með Íslensku þjóðarinnar sem á ÁTVR, hafi verið: 3 x 83.913.828 = 251.741.484 kr. eða 3 x 157.142 flöskur = rúmlega 470.000 flöskuígildi Hér gæti þjóðin náð í 2-300 milljónir á ári með því að einfaldlega að fylgja eftir lögum sem eru í gildi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að spara 100 milljarða á næstu 5 árum, tekjutap ÁTVR er um 1-1,5% af þessari upphæð. Þarna eru lög sem voru í gildi 1995/1996 væntanlega enn í fullu gildi í dag. Ég veit að það er stefna Viðreisnar að „Ríkissafskipti“ eigi að vera sem allra minnst. Þar til lögum hefur verið breitt, eiga væntanlega núverandi lög að gilda, þrátt fyrir að fyrrum dómsmála- og fjármálaráðherra hafi fundist annað. Við keyrum ekki löglega á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, áður en lögum hefur verið breytt. Nýlega fór ég austur að Jökulsárlóni og á leiðinni sá ég 3 bíla sem voru án framdekks og 2 bíla út í móa. Þetta má að hluta til eða að öllu kenna holum í veginum. Væri ekki nær að nota áðurnefndar 2-300 milljónir til að bæta samgöngur, frekar enn aðgengi að áfengi? Mig langar einnig að benda á að á meðan flestar þjóðir í Evrópu eru að vinna í að takmarka aðgengi að áfengi, þar með talið Danmörk, Þýskaland, Frakkland og Ítalía, eru einstaklingar á Íslandi að reyna að auka aðgengi að áfengi. Er þetta rökrétt? Á Íslandi eru starfandi fjölmargar áfengisheildsölur sem eru að reyna að starfa samkvæmt lögum um smásölu á áfengi. Það munar um þessi 470.000 flöskuígildi sem seld eru í netsölu og það er vitað að til eru heildsölur, sem hafa hreinlega gefist upp á að keppa við þessa óréttlátu og ólöglegu heildsölur og hafið netsölu sjálfir eða eru farin að selja til einstakra netsölufyrirtækja. Mig langar einnig að benda á að ég hef gert samanburð á verði nokkura netsölufyrirtækja og ÁTVR og það er einfallt að finna mörg tilfelli þar sem vörur hjá netfyrirtækjunum eru dýrari en sömu vörur hjá ÁTVR. Að lokum langar mig að minna á orð hæstvirts atvinnuvegaráðherra, frú Hönnu Katrínar Friðrikssonar: „ALMANNAHAGSMUNIR GANGA ALLTAF FRAMAR SÉRHAGSMUNUM“ Eru það almannahagsmunir að leyfa netsölu á áfengi eða sérhagsmunir nokkurra eigenda netsölufyrirtækja? Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til hæstvirts dómsmálaráðherra, frú Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, hæstvirts fjármála- og efnahagsráðherra, herra Daði Már Kristófersson og hæstvirts Atvinnuvegaráðherra, frú Hanna Katrín Friðriksson. Nú fer tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur senn að ljúka og þar með opnast grundvöllur til að hækka hámarkshraða upp í 120 km á klukkustund. Þar sem lagabreytingar taka oft talsvert langan tíma, skora ég á dómsmálaráðherra að fyrirskipa lögreglu að sekta ekki aðila sem keyra á 120 km hraða, þar sem lagabreyting er væntanleg. Flestum finnst þessi athugasemd mín alveg út í hött og ég er sammála því. Svo virðist að fyrrum dómsmálaráðherra og fyrrum fjármálaráðherra hafi tekið svipaða afstöðu varðandi netsölu á áfengi. Þau voru bæði fylgjandi netsölu og afnámi einkasölu ÁTVR og vildu breita lögum samkvæmt því, en það hefur ekki verið gert. Lögreglan gerir ekkert, eða að minnsta kosti mjög lítið varðandi allar netsölur með áfengi sem eru nú þegar starfandi. Þær fá bara að starfa óáreittar, mögulega í skugga þess að kannski munu lögin breytast í framtíðinni. Árið 1995 eða 1996 ætlaði fyrirtækið Júlíus P Guðjónsson að hefja netsölu beint til Íslendinga. TVG Zimsen ætlaði að sjá um að tolla einstakar pantanir af frísvæði (tollfrjálsu svæði) þeirra, en lög gerðu ráð fyrir (og gera væntanlega enn) að innflutningur á víni fyrir einstaklinga yrði að vera tollað í nafni þess einstaklings sem flytti inn vínið. Þetta var stöðvað af Tollinum, því þótt þau uppfylltu þá kröfu að tollafgreiða í nafni einstaklingsins sem var að flytja inn vöruna, þá mátti varan ekki koma af Íslenskum lager, sama þótt lagerinn væri á svokölluðu tollfrjálsu svæði. Í dag flytja netsölufyrirtæki inn áfengi. Tolla í eigin nafni, en ekki nafni einstaklingsins sem á að vera innflytjandinn. Þessi fyrirtæki starfa undir erlendu nafni, en eru samt að selja vín af lager sem er búið að tolla á Íslandi og reikningur er með Íslenska kennitölu og Íslenskt VSK númer er afhentur einstaklingum. Ég var nýlega staddur í Costco. Þar eru nokkrar tölvur fyrir framan vínafgreiðsluna, þar getur fólk skráð sig inn, pantað áfengi og innan við mínútu seinna fengið áfengið afhent. Hér er hreinlega verið að hafa Íslenska lög að háði og Íslensku þjóðina að fífli því hvað er þetta annað en smásala? Ég hef einnig heyrt að fyrirtækið Sante starfi á svipuðum nótum. Íslendingar voru fyrir stuttu beðnir um að koma með sparnaðartillögur fyrir íslenska ríkið. Ein af þessum sparnaðartillögum gæti átt við netsölur með áfengi. Samkvæmt ársreikningi 2023 var velta eins af stærri netsölufyrirtækjum landsins vel yfir 500 milljónir. Ef meðalverð á vínflösku væri reiknað á 3.500 kr. án VSK gæti einfalt reikningsdæmi litið svona út: 550.000.000 / 3500 = 157.142 flöskur Álagning ÁTVR pr. flösku væri 534 kr. Álagning ÁTVR af 157.142 flöskum væri þá 83.913.828 Ef við gefum okkur að umrætt fyrirtæki og Costco séu með 2/3 markaðshlutdeild í netsölu á áfengi, þá má áætla að tekjutap ÁTVR og þar með Íslensku þjóðarinnar sem á ÁTVR, hafi verið: 3 x 83.913.828 = 251.741.484 kr. eða 3 x 157.142 flöskur = rúmlega 470.000 flöskuígildi Hér gæti þjóðin náð í 2-300 milljónir á ári með því að einfaldlega að fylgja eftir lögum sem eru í gildi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að spara 100 milljarða á næstu 5 árum, tekjutap ÁTVR er um 1-1,5% af þessari upphæð. Þarna eru lög sem voru í gildi 1995/1996 væntanlega enn í fullu gildi í dag. Ég veit að það er stefna Viðreisnar að „Ríkissafskipti“ eigi að vera sem allra minnst. Þar til lögum hefur verið breitt, eiga væntanlega núverandi lög að gilda, þrátt fyrir að fyrrum dómsmála- og fjármálaráðherra hafi fundist annað. Við keyrum ekki löglega á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, áður en lögum hefur verið breytt. Nýlega fór ég austur að Jökulsárlóni og á leiðinni sá ég 3 bíla sem voru án framdekks og 2 bíla út í móa. Þetta má að hluta til eða að öllu kenna holum í veginum. Væri ekki nær að nota áðurnefndar 2-300 milljónir til að bæta samgöngur, frekar enn aðgengi að áfengi? Mig langar einnig að benda á að á meðan flestar þjóðir í Evrópu eru að vinna í að takmarka aðgengi að áfengi, þar með talið Danmörk, Þýskaland, Frakkland og Ítalía, eru einstaklingar á Íslandi að reyna að auka aðgengi að áfengi. Er þetta rökrétt? Á Íslandi eru starfandi fjölmargar áfengisheildsölur sem eru að reyna að starfa samkvæmt lögum um smásölu á áfengi. Það munar um þessi 470.000 flöskuígildi sem seld eru í netsölu og það er vitað að til eru heildsölur, sem hafa hreinlega gefist upp á að keppa við þessa óréttlátu og ólöglegu heildsölur og hafið netsölu sjálfir eða eru farin að selja til einstakra netsölufyrirtækja. Mig langar einnig að benda á að ég hef gert samanburð á verði nokkura netsölufyrirtækja og ÁTVR og það er einfallt að finna mörg tilfelli þar sem vörur hjá netfyrirtækjunum eru dýrari en sömu vörur hjá ÁTVR. Að lokum langar mig að minna á orð hæstvirts atvinnuvegaráðherra, frú Hönnu Katrínar Friðrikssonar: „ALMANNAHAGSMUNIR GANGA ALLTAF FRAMAR SÉRHAGSMUNUM“ Eru það almannahagsmunir að leyfa netsölu á áfengi eða sérhagsmunir nokkurra eigenda netsölufyrirtækja? Höfundur er vínáhugamaður.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar