Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 10:47 Landsréttur hefur úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til þess að hann komi sér ekki undan framkvæmd flutnings til Litáen. Vísir/Viktor Freyr Litáískur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar. Hann hefur ekki afplánað fjögurra og hálfs árs dóm vegna kynferðisbrota gegn barnungri stúlku í heimalandinu. Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira