Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 07:31 Hin norska Henriette Jæger vann til verðlauna á HM innanhúss í vetur og ætlar sér að hjálpa norska boðhlaupslandsliðinu í Kína. Getty/Patrick Smith Norska ríkisútvarpið skrifar um áhyggjur íþróttafólks af því að borða kjöt þegar það tekur þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Kína í næsta mánuði. Ástæðan er að fólk óttast það að í kjötinu séu efni sem gætu síðan fellt það á lyfjaprófi í framhaldinu. Þetta eru ekki bara einhverjar vangaveltur heldur alvöru áhyggjur. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. Norska Ólympíunefndin hefur gengið svo langt að ráðleggja íþróttafólki sínu að forðast kjötneyslu í Kína eins mikið og mögulegt er. Áhættan er kannski ekki mikil en hún er til staðar og það gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir íþróttafólkið verði þetta til þess að þau falli síðan á lyfjaprófi á mótinu. Það þekkist að íþróttafólk sé að falla á lyfjaprófi vegna ólöglegra aukaefna í mat en þetta hefur gerst bæði í Kína og Mexíkó. „Áður en við lögðum af stað til Kína þá ráðlagði Ólympíunefndin okkur að reyna að sleppa því að borða kjöt,“ sagði spretthlauparinn Henriette Jæger við NRK. Þetta er HM í boðhlaupum sem fer fram frá 10. til 11. maí. „Ég þarf að taka aðeins meira af mat með mér. Ekki allur maturinn þar er nógu góður. Ekki þannig að ég verði veik af honum en maður veit þó aldrei,“ sagði Jæger. „Við vorum vöruð við að forðast kjötið af því að í þeim eru þessi vaxtarhormón sem eru notuð í búfjárræktinni, sagði Unn Merete Jæger, móðir hennar og þjálfari. Fredrik Lauritzen, yfirmaður hjá norska lyfjaeftirlitinu, útskýrði áhættuna. „Í sumum löndum þá má finna efni í matvörum sem eru á lista yfir ólögleg lyf hjá Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þessi efni eru í kjötinu af því að dýrin fengu efnin í fóðri til að vaxa hraðar. Ef einhver borðar slíkt kjöt þá gætu þessi efni farið yfir í líkama þess og mælst síðan í þvagi,“ sagði Lauritzen við NRK. Frjálsar íþróttir Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Ástæðan er að fólk óttast það að í kjötinu séu efni sem gætu síðan fellt það á lyfjaprófi í framhaldinu. Þetta eru ekki bara einhverjar vangaveltur heldur alvöru áhyggjur. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. Norska Ólympíunefndin hefur gengið svo langt að ráðleggja íþróttafólki sínu að forðast kjötneyslu í Kína eins mikið og mögulegt er. Áhættan er kannski ekki mikil en hún er til staðar og það gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir íþróttafólkið verði þetta til þess að þau falli síðan á lyfjaprófi á mótinu. Það þekkist að íþróttafólk sé að falla á lyfjaprófi vegna ólöglegra aukaefna í mat en þetta hefur gerst bæði í Kína og Mexíkó. „Áður en við lögðum af stað til Kína þá ráðlagði Ólympíunefndin okkur að reyna að sleppa því að borða kjöt,“ sagði spretthlauparinn Henriette Jæger við NRK. Þetta er HM í boðhlaupum sem fer fram frá 10. til 11. maí. „Ég þarf að taka aðeins meira af mat með mér. Ekki allur maturinn þar er nógu góður. Ekki þannig að ég verði veik af honum en maður veit þó aldrei,“ sagði Jæger. „Við vorum vöruð við að forðast kjötið af því að í þeim eru þessi vaxtarhormón sem eru notuð í búfjárræktinni, sagði Unn Merete Jæger, móðir hennar og þjálfari. Fredrik Lauritzen, yfirmaður hjá norska lyfjaeftirlitinu, útskýrði áhættuna. „Í sumum löndum þá má finna efni í matvörum sem eru á lista yfir ólögleg lyf hjá Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þessi efni eru í kjötinu af því að dýrin fengu efnin í fóðri til að vaxa hraðar. Ef einhver borðar slíkt kjöt þá gætu þessi efni farið yfir í líkama þess og mælst síðan í þvagi,“ sagði Lauritzen við NRK.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira