Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 07:15 Hér verður kistan lögð svo trúariðkendur og almenningur geti kvatt páfann. Vísir/EPA Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA
Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42