Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 07:15 Hér verður kistan lögð svo trúariðkendur og almenningur geti kvatt páfann. Vísir/EPA Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA
Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42