Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2025 07:02 Virðist enginn vilja Sancho. Jacques Feeney/Getty Images Þrátt fyrir að það segi í samningi Chelsea og Manchester United að fyrrnefnda félagið þurfi að kaupa Jadon Sancho endi Chelsea ofar en 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni þá er enn óvíst hvort Chelsea standi við samninginn. Þegar Sancho var lánaður frá Manchester til Lundúna var gerður samningur milli félaganna að ef Chelsea myndi enda ofar en 15. sætið þá þyrfti það að punga út 25 milljónum punda, 4,2 milljörðum íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Eftir endurkomusigur Chelsea á Fulham um liðna helgi er tölfræðilega ómögulegt fyrir bláliða að enda svo neðarlega. Það er hins vegar enn alls óvíst hvort Chelsea sé tilbúið að eyða téðri upphæð í leikmann sem hefur ekki staðið undir væntingum en þó staðið sig talsvert betur en hann gerði hjá Man United. Fari svo að Chelsea brjóti samkomulag liðanna þarf það að greiða Man United fimm milljónir punda, 848 milljónir íslenskra króna. Sancho yrði þá leikmaður Rauðu djöflanna á ný, eitthvað sem hann né félagið hefur áhuga á. Chelsea hefur þegar fest kaup á Geovany Quenda sem og Estevao Willian. Munu þeir ganga til liðs við félagið í sumar. Sem stendur virðist sem þeir eigi að koma í stað Sancho og Mykhailo Mudryk en sá síðarnefndi féll á lyfjaprófi og er óvíst hvenær hann getur spilað á ný. „Ég er eingöngu að einbeita mér að síðustu níu leikjunum, það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu og allur minn fókus er þar. Við sjáum svo til hvað gerist í sumar. Staða Jadon hefur ekki breyst. Hvað varðar tölfræði þá gæti hann gert betur, engin spurning. Þetta snýst ekki eingöngu um Jadon, við höfum fleiri leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir sigurinn á Fulham um helgina. Hinn 25 ára gamli Sancho hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í 27 deildarleikjum. Þá hefur hann lagt upp fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Sambandsdeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Þegar Sancho var lánaður frá Manchester til Lundúna var gerður samningur milli félaganna að ef Chelsea myndi enda ofar en 15. sætið þá þyrfti það að punga út 25 milljónum punda, 4,2 milljörðum íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Eftir endurkomusigur Chelsea á Fulham um liðna helgi er tölfræðilega ómögulegt fyrir bláliða að enda svo neðarlega. Það er hins vegar enn alls óvíst hvort Chelsea sé tilbúið að eyða téðri upphæð í leikmann sem hefur ekki staðið undir væntingum en þó staðið sig talsvert betur en hann gerði hjá Man United. Fari svo að Chelsea brjóti samkomulag liðanna þarf það að greiða Man United fimm milljónir punda, 848 milljónir íslenskra króna. Sancho yrði þá leikmaður Rauðu djöflanna á ný, eitthvað sem hann né félagið hefur áhuga á. Chelsea hefur þegar fest kaup á Geovany Quenda sem og Estevao Willian. Munu þeir ganga til liðs við félagið í sumar. Sem stendur virðist sem þeir eigi að koma í stað Sancho og Mykhailo Mudryk en sá síðarnefndi féll á lyfjaprófi og er óvíst hvenær hann getur spilað á ný. „Ég er eingöngu að einbeita mér að síðustu níu leikjunum, það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu og allur minn fókus er þar. Við sjáum svo til hvað gerist í sumar. Staða Jadon hefur ekki breyst. Hvað varðar tölfræði þá gæti hann gert betur, engin spurning. Þetta snýst ekki eingöngu um Jadon, við höfum fleiri leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir sigurinn á Fulham um helgina. Hinn 25 ára gamli Sancho hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í 27 deildarleikjum. Þá hefur hann lagt upp fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Sambandsdeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira