Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 19:02 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Vísir/Ívar Fannar Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og lýsti þeirri skoðun að henni þyki tilefni til að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Hún telji þó að Ísland eigi að vera með en ekki sniðganga keppnina. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fagnar því að ráðherra hafi stigið inn í umræðuna um þátttöku Ísraels. „Þetta eru skýr skilaboð frá utanríkisráðherra um þetta sem er að mörgu leyti mjög hjálplegt,“ segir Stefán. „Þá liggur þessi afstaða fyrir og það er það sem við höfum verið að nefna undanfarin ár að það eru auðvitað stjórnvöld sem taka ákvarðanir um meiriháttar utanríkismál. Eins og til dæmis það að sniðganga vörur frá ákveðnum löndum eða beita viðskiptaþvingunum af einhverjum toga, en ekki að einstaka leikmenn í handboltaliði eða söngvarar í söngvakeppni,“ segir Stefán. Spænska ríkisútvarpið hefur farið þess formlega á leit við EBU að þátttaka Ísraela verði rædd á vettvangi samtakanna. Stefán segir að Rúv upplýsi aðstandendur keppninnar reglulega um stöðuna á Íslandi. „Við erum í mjög góðum tengslum við aðstandendur keppninnar og ræðum við þá stundum daglega og stundum vikulega og komum öllum upplýsingum um stöðu og þróun mála hjá okkur á framfæri og tökum þátt í þessari umræðu eins og við höfum gert undanfarin ár og fögnum því ef þetta verður rætt frekar á vettvangi EBU,“ segir Stefán. Sniðganga ekki til umræðu Aðspurður segir Stefán að Rúv taki ekki sérstaka afstöðu til þátttöku einstakra ríkja. „Það fer bara eftir reglum sem EBU setur um þetta, en við komum okkar sjónarmiðum á framfæri á vettvangi EBU sem að tekur síðan endanlegar ákvarðanir,“ segir Stefán. Það hafi ekki komið til tals af hálfu Rúv að Ísland dragi sig úr keppni eða sniðgangi keppnina. „Það eru ákvarðanir sem stjórnvöld taka ef það á að beita viðskiptaþvingunum eða beita einhvers konar sniðgöngu. Það er ekki í höndum einstaka opinberra aðila eða annarra,“ segir Stefán.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira