Reiknar með að sækja útför Frans páfa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. apríl 2025 17:02 Halla Tómasdóttir er forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu. Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Vatíkanið tilkynnti um það í gær að útförin færi fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Aðrir leiðtogar sem boðað hafa komu sína eru til dæmis Javier Milei forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vilhjálmur Bretaprins hefur einnig boðað komu sína, en þess má geta að Karl Bretakonungur var viðstaddur útför Jóhannesar Páls páfa árið 2005 fyrir hönd konungsfjölskyldunnar, þegar hann var sjálfur prins. Halla Tómasdóttir minntist Frans páfa í færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún sagði heiminn hafa misst mikilvægan leiðtoga sem hafi haft kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyrirrúmi. Í fyrstu útgáfu færslunnar vísaði hún til páfans sem „Pope Francis“ á ensku og í kjölfarið braust út gríðarleg hneykslan meðal fólks á samfélagsmiðlum vegna enskunotkunar forsetans. Í dag var svo gefin skýring á þessu þar sem fram kom að um mistök hefði verið að ræða. Halla hafi ætlað að „tagga“ Instagram síðu páfans en það hafi mistekist. Veðurspáin fyrir helgina í Róm er mjög góð og búist er við sólríkum rigningarlausum dögum í Vatíkaninu, með hægri vestanátt og léttskýjuðum himni. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari forsetaembættisins við fyrirspurn fréttastofu. Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Vatíkanið tilkynnti um það í gær að útförin færi fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Aðrir leiðtogar sem boðað hafa komu sína eru til dæmis Javier Milei forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vilhjálmur Bretaprins hefur einnig boðað komu sína, en þess má geta að Karl Bretakonungur var viðstaddur útför Jóhannesar Páls páfa árið 2005 fyrir hönd konungsfjölskyldunnar, þegar hann var sjálfur prins. Halla Tómasdóttir minntist Frans páfa í færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún sagði heiminn hafa misst mikilvægan leiðtoga sem hafi haft kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyrirrúmi. Í fyrstu útgáfu færslunnar vísaði hún til páfans sem „Pope Francis“ á ensku og í kjölfarið braust út gríðarleg hneykslan meðal fólks á samfélagsmiðlum vegna enskunotkunar forsetans. Í dag var svo gefin skýring á þessu þar sem fram kom að um mistök hefði verið að ræða. Halla hafi ætlað að „tagga“ Instagram síðu páfans en það hafi mistekist. Veðurspáin fyrir helgina í Róm er mjög góð og búist er við sólríkum rigningarlausum dögum í Vatíkaninu, með hægri vestanátt og léttskýjuðum himni.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26
Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39