58 ára maður þóttist þá vera læknir á vegum franska knattspyrnusambandsins. Hann reyndi síðan að lauma sér inn í búningsklefa leikmanna með sínum fölsuðum skilríkjum.
Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá þóttist maðurinn ætla að framkvæma lyfjapróf á leikmönnum í leiknum og sóttist vegna þess eftir aðgengi að búningsklefunum. Bæði Le Figaro og Le Parisien hafa meðal annars fjallað um málið.
Það var þó ekkert lyfjapróf á dagskrá hjá honum heldur halda yfirvöld að maðurinn hafi ætlað sér að stela nærfatnaði leikmanna.
Grunsamlega hegðun mannsins fékk starfsmenn leiksins til að kanna betur veru hans og réttindi og þá komst upp um hann.
Maðurinn sætir nú rannsókn fyrir svik, tilraun til þjófnaðar og að vera í heimildarleysi á lokuðu svæði.
Það hefur einnig komið í ljós að maðurinn var búinn að eltast við einn leikmann Saint-Étienne í sextán mánuði og kallaði hana meðal annars elskuna sína. Hún vildi ekkert með hann hafa.
Maðurinn hafnar öllum ásökunum og segist bara vera stuðningsmaður liðsins. Hann fer fyrir dómstól í júlí.