„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 12:31 Björgvin Karl Gunnarsson segir mikla spenna meðal íbúa Austurlands fyrir fyrsta heimaleiknum. Austurfrétt Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist. Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50. Besta deild kvenna FHL Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50.
Besta deild kvenna FHL Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira