Páfagarður staðfesti að Frans páfi hefði látist í morgun, 88 ára að aldri. Hann hafði glímt við veikindi síðustu vikur.
Fráfall páfa hefur ýmis áhrif og meðal annars hefur öllum fótboltaleikjum á Ítalíu verið frestað til að heiðra minningu hans.
Fjórir leikir áttu að fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina áttu að mæta Cagliari á Sardiníu.
Þá átti Juventus, sem er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu, að mæta Parma á útivelli.
Ekki liggur fyrir hvenær leikirnir sem verður frestað fara fram að því er fram kemur í tilkynningu frá ítölsku úrvalsdeildinni.
Uppfært 11:10
Öllum íþróttakappleikjum, ekki bara fótboltaleikjum, sem áttu að fara fram á Ítalíu í dag hefur verið frestað vegna fráfalls Frans páfa.