Innlent

Ferill fyrrum for­sætis­ráð­herra og verð­launaður sagn­fræðingur í Sprengi­sandi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir um stjórnmál og sagnfræði við góða gesti.

Fyrri gestur í dag er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún fer yfir feril sinn í stjórnmálum, forseta- og þingkosningar á síðasta ári, alþjóðamálin, áhuga sinn á reyfurum og þau skref sem hún er að stíga frá stjórnmálaþátttöku eftir 20 ára samfellda veru þar.

Stjórnmálaferlinum sé lokið segir fyrrverandi forsætisráðherra sem sinnir nú fjölbreyttum verkefnum m.a. á sviði heilbrigðis- og norðurslóðamála.

Seinni gesturinn er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Guðjón sem stendur nú á áttræðu, fer yfir litríkan 40 ára feril sem sagnfræðingur, maðurinn sem ætlaði sér aldrei að verða rithöfundur hefur fjórum sinnum fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin, oftar en nokkur annar, nú síðast fyrir bókina um börn í Reykjavík á síðasta ári. Eftir hann liggja m.a. ævisögur stórmenna og saga bæði Reykjavíkur og Kaupmannahafnar svo nokkuð sé nefnt.

Guðjón segist hvergi hættur að skrifa og er með nokkrar bækur í undirbúningi, verkefni sem byggjast á hans eigin áhuga fyrst og fremst.

Hægt er að fylgjast með þættinum í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×