„Það er eitthvað við það að vera hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 14:30 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Yfir tvö þúsund manns renndu sér niður brekkur Hlíðarfjalls í gær, og búist er við sama fjölda í dag. Rekstrarstjóri segir færið á barmi fullkomnunar. Það styttist í að skíðatímabilinu ljúki. Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira