Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2025 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi á dögunum ungan karlmann fyrir stunguárás. Maðurinn var ólögráða þegar brotið var framið að kvöldi til árið 2022 og var það niðurstaða Héraðsdóms að fresta refsingu hans og láta hana falla niður eftir tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði. Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði.
Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira