Burnley kom til baka eftir að lenda undir gegn Watford. Mamadou Doumbia kom Watford yfir snemma leiks en Zian Flemming jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Josh Brownhill skoraði sigurmark Burnley á 58. mínútu.
Watford endaði með leikinn með níu leikmenn þar sem Moussa Sissoko og Edo Kayembe voru sendir af velli eftir að fá sitt annað gula spjald.
Manor Solomon skoraði eina mark Leeds United í 1-0 útisigri á Oxford United. Sigurinn lyftir Leeds á topp deildarinnar þar sem liðið er með betri markatölu en Burnley.