Enski boltinn

James missir af mikil­vægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lauren James er með skemmtilegri leikmönnum efstu deildar á Englandi.
Lauren James er með skemmtilegri leikmönnum efstu deildar á Englandi. Vince Mignott/Getty Images

Sóknarmaðurinn Lauren James verður frá keppni um ókominn tíma. Það er mikill skellur fyrir Chelsea sem getur enn unnið fernuna.

Chelsea staðfesti meiðslin en James meiddist á læri í 5-0 sigri Englands á Belgíu fyrr í þessum mánuði. Ekki kemur fram hversu lengi hin 23 ára gamla James verður frá keppni en miðað við fréttaflutning er um talsverðan tíma að ræða.

Um er að ræða mikið högg fyrir Chelsea en James hefur verið mikið frá keppni vegna meiðsla á tímabilinu. Alls hefur hún leikið 17 leiki í öllum keppnum, skorað 3 mörk og gefið 4 stoðsendingar. 

Chelsea hefur nú þegar sigrað enska deildarbikarnum og stefnir á að bæta þremur titlum til viðbótar í safnið áður en tímabilinu lýkur. Liðið er á toppi efstu deildar Englands með þriggja stiga forskot á Arsenal og leik til góða þegar Skytturnar eiga aðeins þrjá leiki eftir. 

Þá er Chelsea komið í úrslit ensku bikarkeppninnar þar sem það mætir Manchester United og komið í alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mæta þær Evrópumeisturum Barcelona, fer fyrri leikurinn fram á sunnudaginn kemur - þann 20. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×