Innlent

Háholt sett aftur á sölu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Háholt í Skagafirði var meðferðarheimili til ársins 2017
Háholt í Skagafirði var meðferðarheimili til ársins 2017 Skjáskot/Fasteignavefur Vísis

Fyrrum meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er aftur komið á sölu eftir að kaupanda byggingarinnar tókst ekki að sýna fram á fjármögnun. 

Þetta kemur fram í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar þar sem ráðið samþykkir að auglýsa Háholt aftur til sölu. Meðferðarheimilinu var lokað árið 2017 þar sem að forsendur voru ekki fyrir endurnýjun rekstrarsamning heimilisins.

Í byrjun mars á þessu ári barst sveitarfélaginu tilboð í bygginguna sem var ákveðið að svara með gagntilboði sem tilboðsgjafinn féllst á. 

„Tilboðið var háð fyrirvara um fjármögnun og var frestur til að sýna fram á fjármögnun til 14. apríl sl. Kaupanda tókst ekki að sýna fram á fjármögnun fyrir tilskilinn frest og þarf því að taka stöðu til næstu skrefa í þessu máli,“ stendur í fundargerð ráðsins.

Mikið hefur verið fjallað um málefni meðferðarheimila undanfarið. Eftir að kviknaði í á meðferðarheimilinu Stuðlar voru dæmi um að börn voru vistuð í fangaklefa lögreglunnar í neyðarvistun. Einnig var meðferðarheimili opnað í Blönduhlíð en húsnæðið reyndist síðan ónothæft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×