Niðurstöður rannsóknar um áhrif maraþonhlaups á líkamann birtist í náttúrufræðitímaritinu Nature Metabolism.
Einfalda skýringin á niðurstöðunum er að heilinn fer í raun að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi.
Orkuþörfin er það mikil hjá líkamanum undir þessum krefjandi aðstæðum að heilinn fer að sækja í sinn eigin forða í heilanum.
Rannsóknin var gerð hjá CIC biomaGUNE á Spáni. Rannsakendur skönnuðu heila hlaupara fyrir og eftir maraþonhlaup.
Þar sáu þeir að mýelín forðinn á vissum lykilstöðum minnkaði um allt að 28 prósent. Þetta voru svæði sem stjórna hreyfingu og tilfinningum.
Það þykir benda til þess að heilinn sæki í sjálfan sig til að redda orku undir þessu mikla álagi.
Það fylgir þó sögunni að sem betur fer þá vann heilinn þetta til baka á tveimur mánuðum.
'